Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 239/1973
Gjaldár 1971
Lög nr. 68/1971, 10. gr. E-liður
Vinna við eigin íbúð
Kærandi hafði talið fram vinnu sína við byggingu eigin bílskúrs. Var vinnuframlag þetta fært kæranda til tekna af skattstjóra.
Í úrskurði ríkisskattanefndar er talið að bílageymsla sé núorðið eðlilegur hluti íbúðarhúsnæðis og umdeild eigin vinna því undanþegin skattlagningu og það jafnt þótt bílageymslan sé ekki byggð samtímis íbúðarhúsnæðinu.