Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 239/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 10. gr. E-liður  

Vinna við eigin íbúð

Kærandi hafði talið fram vinnu sína við byggingu eigin bílskúrs. Var vinnuframlag þetta fært kæranda til tekna af skattstjóra.

Í úrskurði ríkisskattanefndar er talið að bílageymsla sé núorðið eðlilegur hluti íbúðarhúsnæðis og umdeild eigin vinna því undanþegin skattlagningu og það jafnt þótt bílageymslan sé ekki byggð samtímis íbúðarhúsnæðinu.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja