Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 968/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 11. gr., 12. gr., 13.gr., 16. gr.  

Náms- og kynnisferðir - Málskostnaður

Kærandi, sem var fastráðinn starfsmaður rafveitu, gerði kröfu til frádráttar vegna ferðar á ráðstefnu Breska rafmagnsverkfræðingafélagsins í London. Þá gerði hann einnig kröfu til að greiddur málskostnaður vegna innheimtu fengist til frádráttar, en skattstjóri hafði aðeins leyft hluta þess kostnaðar til frádráttar.

Ríkisskattanefnd leit svo á, að ekki væri heimild í skattalögum til þess að veita ferðakostnað á slíkar ráðstefnur til frádráttar. Var því eigi fallist á þann kærulið. Hins vegar þótti rétt að heimila frádrátt á eftirstöðvum málskostnaðar, sbr. E-lið 27. gr. reglug. nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignarskatt.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja