Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 999/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 11. gr., 3. gr.  

Bifreiðakostnaður/tekjur eiginkonu

Kærandi rak tannlækningastofu og gerði kröfu til þess, að hluti rekstrarkostnaðar bifreiðar væri talinn frádráttarbær. Þá gerði hann kröfu til frádráttar vegna starfa eiginkonu við tannlækningastofuna, kr. 47.000,00.

Ríkisskattanefnd leit svo á, að ekki væri í ljós leitt að afnot kæranda af bifreiðinni væru í það beinum tengslum við tekjuöflun hans að heimilt væri að draga kostnað vegna hennar frá skattskyldum tekjum. Hins vegar þótti hæfilegt að veita kæranda kr. 18.000,00 frádrátt vegna starfa eiginkonu við atvinnurekstur hjónanna.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja