Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 555/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 11. gr. B-liður  

Frávísun - Framtal ófullkomið

Málavextir eru þeir, að rekstrarreikningur kæranda 1971 sýndi verulegan rekstrarhalla. Skattstjóri neitaði kæranda um frádrátt vegna tapsins og var sá úrskurður kærður til ríkisskattanefndar. Byggði kærandi kröfur sínar á, að 31.12.1970 hafi vörubirgðir verið oftaldar um kr. 1.500.000,00.

Ríkisskattanefnd taldi, að kærandi hefði ekki gert fullnægjandi grein fyrir atvikum, enda hafi virst af málatilbúnaði að bókhald hefði ekki verið með lögboðnum hætti, og skýrslugerð fyrri ára hafi verið röng.

Kærunni var vísað frá.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja