Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 608/1973
Gjaldár 1972
Lög nr. 68/1971, 12. gr. A-liður
Afföll
Á árinu 1970 seldi kærandi skuldabréf að nafnverði kr. 200.000,00 á kr. 130.000,00. 1/5 hluta affalla færði kærandi til frádráttar á framtali 1971, en skattstjóri synjaði kæranda um frádráttinn. Á skattframtali sínu 1972 færir kærandi til frádráttar 2/5 affallanna og hyggst þannig ná þeim frádrætti sem skattstjóri synjaði honum um árið áður.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Af gögnum málsins má ráða, að skuldabréf þau, sem afföllin stafa af, hafi verið til 15 ára. Ber samkvæmt A-lið 12. gr. laga um tekjuskatt sbr. D-lið 7. gr. i.f. að færa afföllin til gjalda með hlutfallslegri fjárhæð ár hvert eftir árafjölda afborgunartímans, eða á 15 árum. Heimilast því að þessu sinni til frádráttar 15. hluti affallanna eða kr. 4.666,00.“