Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 372/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 13. gr. D-liður  

Lífeyriskaup erlendis

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Skattþegn er erlendur ríkisborgari, sem dvelst hér við atvinnu í takmarkaðan tíma. Af þeim sökum þykir rétt að meta iðgjald hans vegna kaupa á lífeyri og lífsábyrgð, þótt hjá erlendum aðila sé, sem væri það keypt hjá innlendum aðila, sem hlotið hefði viðurkenningu fjármálaráðherra. Með því að skattþegn færir til frádráttar á framtali sínu iðgjald af lífeyristryggingu og lífsábyrgð samtals að fjárhæð kr. 121.759,00, þykir rétt að láta skattþegn njóta hámarksfrádráttar, kr. 35.280,00, sbr. D-lið 13. gr. laga nr. 90/1965.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja