Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 257/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 13. gr. E-liður  

Námskostnaður eftir tuttugu ára aldur

Kærandi stundaði tækninám í Svíþjóð tvö og hálft ár, þar af sex mánuði eða 1/5 námstímans eftir að hann varð tvítugur. Gerði hann kröfu til námsfrádráttar skv. E-lið 13. gr. laga nr. 90/1965 (nú lög nr. 68/1971).

Úrskurðað var, að kæranda bæri aðeins frádráttur vegna námstíma eftir tuttugu ára aldur og bæri að draga þann námskostnað frá tekjum á næstu 5 árum eftir að námi lauk skv. B-lið 35. gr. reglug. nr. 245/1963.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja