Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 150/1973
Gjaldár 1971
Lög nr. 68/1971, 15. gr.
Fyrnanleg eign
Kærandi vann að þýðingum fyrir Sjónvarpið og var meginhluti tekna hans af þeirri starfsemi. Hluti starfsins var unninn í heimahúsum og krafðist kærandi þess að fá andvirði skrifborðs og ritvélar, samtals kr. 24.380,00 til frádráttar, en áhöld þessi kvaðst hann hafa keypt á árinu vegna starfsins.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Eftir atvikum þykir rétt að heimila kæranda að fyrna þessar eignir með 12% árlegri fyrningu. Reiknist hún af kr. 24.380,00 að frádregnu niðurlagsverði kr. 2.440,00 eða af kr. 21.940,00. Fyrning vegna ársins 1970 verður því kr. 2.633,00.“