Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 150/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 15. gr.  

Fyrnanleg eign

Kærandi vann að þýðingum fyrir Sjónvarpið og var meginhluti tekna hans af þeirri starfsemi. Hluti starfsins var unninn í heimahúsum og krafðist kærandi þess að fá andvirði skrifborðs og ritvélar, samtals kr. 24.380,00 til frádráttar, en áhöld þessi kvaðst hann hafa keypt á árinu vegna starfsins.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Eftir atvikum þykir rétt að heimila kæranda að fyrna þessar eignir með 12% árlegri fyrningu. Reiknist hún af kr. 24.380,00 að frádregnu niðurlagsverði kr. 2.440,00 eða af kr. 21.940,00. Fyrning vegna ársins 1970 verður því kr. 2.633,00.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja