Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 819/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 15. gr., 7. gr.  

Fyrning fasteigna - Afturvirkni

Málavextir voru þeir, að félag nokkurt átti húseign að fasteignamati kr. 21.484.984,00 og færði kærandi til frádráttar aukafyrningu að fjárhæð kr. 400.000,00 skv. sérstakri heimild í lögum nr. 30/1971, sbr. D-lið 15. gr. laga nr. 68/1971. Heimild þessi var á brott felld með 7. gr. laga nr. 7/1972 hvað snerti íbúðarhúsnæði og synjaði skattstjóri kæranda um frádráttinn. Kærandi mótmælti breytingunni á þeirri forsendu, að lög nr. 7/1972 gætu ekki virkað aftur fyrir sig.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Almennt er heimilt og á það við hér, að láta breytingu á skattalögum sem sett eru, áður en skattskrá er lögð fram, gilda um gjaldstofna undanfarins skattárs.

Ekki hefur komið fram í málinu, að nokkur sú starfsemi fari fram í húsinu ......., sem leitt geti til heimildar á fyrningu samkvæmt 1. mgr. D-liðar 15. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 5. tl. 7. gr. laga nr. 7/1972.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja