Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 602/1973
Gjaldár 1972
Lög nr. 68/1971, 15. gr. D-liður
Námsfrádráttur
Kærandi krafðist námsfrádráttar vegna náms við Tækniskóla Íslands á tímabilinu 1/1-30/6 1971 og við Odense Teknikum á tímabilinu 1/11-31/12 1971. Skattstjóri veitti kæranda frádrátt vegna náms í Tækniskólanum enn ekki vegna náms í Danmörku, þar sem hann flutti lögheimili sitt frá Íslandi á árinu.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Með hliðsjón af því, að kærandi telur ekki fram á Íslandi eftir að hann hóf nám við Odense Teknikum, nema eign sína hér og arð af henni, sem erlendis búsettur, ber kæranda ekki námsfrádráttur hér vegna náms hans erlendis.“
Var úrskurður skattstjóra staðfestur.