Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 68/1973

Gjaldár 1968, 1969,1970, 1971

Lög nr. 68/1971, 18. gr.  

Tekjudreifing

Kært var yfir breytingum á framtölum kæranda um fjögurra ára skeið. Segir svo í úrskurði ríkisskattanefndar:

„Skattstjóri hefur með bréfum 7. apríl 1972 tekið framtöl gjaldáranna 1968, 1969, 1970 og 1971 til endurálagningar, og fellt niður laun, sem kærandi greiðir dóttur sinni þessi ár. Ekki verður annað séð af gögnum málsins, en að kærandi eigi rétt á frádrætti þessara launagreiðslna sem annarra launa, er hann greiðir vegna reksturs síns. Skattstjóri hefur látið óátalda þá málsmeðferð undanfarin ár og þar til nú, en ekki verður séð að neitt nýtt hafi komið fram í málinu á þessu tímabili.“

Voru niður felldar hækkanir skattstjóra.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja