Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 322/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 18. gr.  

Tekjur af landbúnaði

Gerð var m.a. sú krafa, að andvirði seldra folalda kr. 20.000,00 væri fellt niður af framtali þar sem fjárhæðin hafi verið ógreidd í árslok 1970 og sé ekki framtalsskyld fyrr en við greiðslu. Í þessu sambandi vitnaði kærandi í reglur varðandi skattlagningu verðuppbóta búsafurða.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Í 2. mgr. 18. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt nr. 90/1965 segir svo:

„Tekjur skal að jafnaði telja til tekna á því ári, sem þær verða til, þ.e. þegar vegna þeirra hefur myndast krafa á hendur einhverjum, nema um óvissar tekjur sé að ræða.“

Frá þessari meginreglu er gerð undantekning um verðuppbætur á búsafurðir.

Í 2. mgr. 1. töluliðar B-liðar 17. gr. reglugerðar um tekjuskatt og eignarskatt nr. 245/1963 segir svo:

„Verðbætur á búsafurðir teljast til tekna, þegar þær eru greiddar eða færðar framleiðanda til tekna í reikningi hans.“

Þessa síðar nefndu reglu verður að skýra þröngt og þykir hún ekki geta tekið til þess efnis, sem hér er til úrlausnar.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja