Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1192/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 22. gr.  

Eignarskattur - Afgjaldskvaðarverðmæti

Skattstjóri reiknaði kæranda til skattgjaldseignar leigulóð að fasteignamati kr. 615.000,00. Krafðist kærandi þess, að eignarskattur lagður á vegna lóðarinnar væri felldur niður nema fyrir lægi hreint eignarafsal frá viðkomandi sveitarfélagi sér til handa.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir svo:

„Samkvæmt A-lið 22. gr. laga nr. 68/1971 skal leigjanda talinn til eignar mismunur fasteignamatsverðs og afgjaldskvaðarverðmætis leigulóðar. Lóðarleigan var kr. 1.375,00 fyrir árið 1971. Afgjaldskvaðarverðmætið er talið 15 falt leigugjaldið, eða kr. 20.625,00 í þessu tilviki. Með því að skattstjóri reiknaði kæranda heildarmat lóðarinnar til eignar, ber að lækka gjaldstofninn um kr. 21.000,00.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja