Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1100/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 38. gr.  

Framtal ófullkomið

Málavextir voru þeir, að skattframtal kæranda var tekið til endurálagningar og húsaleigutekjur vegna útleigu hækkaðar úr kr. 32.400,00 í kr. 180.000,00.

Kærandi mótmælti hækkuninni, en viðurkenndi að framtaldar húsaleigutekjur væru vantaldar um kr. 10.400,00.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Framtaldar leigutekjur af útleigðu húsnæði kæranda eru afbrigðilega lágar. Af þeim sökum var brýnt tilefni fyrir kæranda að upplýsa um öll atriði, sem leigumálana vörðuðu og kunna að vera þeim til skýringa. Kærandi þykir eigi hafa gert næga grein fyrir máli sínu.

Eftir atvikum þykir mega lækka áætlaðar leigutekjur úr kr. 180.000,00 í kr. 120.000,00.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja