Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 660/1973
Gjaldár 1971
Lög nr. 68/1971, 38. gr. 3. mgr.
Tilkynningar
Málavextir voru þeir, að skattstjóri tók framtal kæranda fyrir 1971 til endurálagningar, og áætlaði honum viðbótartekjur. Kærandi kærði tekjuáætlunina til ríkisskattanefndar og krafðist þess, að hún yrði felld niður.
Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:
„Samkvæmt gögnum málsins tilkynnti skattstjóri kæranda kærufrest til ríkisskattanefndar, án þess að hafa gefið kæranda kost á að reifa mál sitt fyrir skattstjóra sbr. 40. gr. skattalaga. Þessi afgreiðsla skattstjóra stríðir gegn ákvæðum 3. mgr. 38. gr. laga nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt. Með vísan til þessa ber að taka kröfu kæranda til greina.“