Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 721/1973

Gjaldár 1972

Lög nr. 68/1971, 41. gr.  

Frávísun

Kærandi gerði kröfu til frádráttar á námskostnaði eftir 20 ára aldur, en skattstjóri synjaði kæranda um frádráttinn.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Bréf skattstjórans í Reykjavik dags. 28. júní 1972 hefir ekki að geyma úrskurð á kæru, heldur ákvörðun um synjun á frádrætti áður en álagning á sér stað, (námskostnaði) sbr. 37. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt. Gjaldandi kærði ekki „skatt sinn“ til skattstjóra eftir 40. gr. áðurgreindra laga. Liggur því ekki fyrir af hálfu skattstjóra neinn úrskurður, sem kæranlegur sé til ríkisskattanefndar. Af þessari ástæðu brestur heimild að taka málið til efnislegrar meðferðar og ber því að vísa kærunni frá.“

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja