Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 268/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 68/1971, 52. gr.  

Frávísun

Málavextir voru þeir, að krafist var eftirgjafar á tekjuskatti og útsvari vegna tjóns á íbúðarhúsi kæranda.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir, að eftirgjöf á tekjuskatti vegna atvika, sem um geti í 52. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt falli ekki undir verksvið ríkisskattanefndar. Sama gildi um eftirgjöf útsvars skv. 33. gr. og C-lið 42. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Afgreiðsla eftirgjafabeiðna sé í höndum skattstjóra og ríkisskattstjóra að því er tekjuskatt varði og sveitarstjórna að því er varði tekjuútsvar. Sé því kærunni vísað frá ríkisskattanefnd.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja