Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 1126/1973
Gjaldár 1972
Lög nr. 8/1972
Aðstöðugjald
Deilt var um hvort fyrirtæki, sem rak starfsemi sína að verulegu eða öllu leyti utanbæjar væri aðstöðugjaldsskylt í Reykjavík. Hafði það einnig lögheimili sitt utanbæjar. Hins vegar hafði það þar skrifstofuaðstöðu, sem var hagnýtt til ýmis konar erindisreksturs fyrir aðalstöðvarnar, en rak ekki nema óverulegan hluta af atvinnustarfsemi sinni þar. Var aðstaða þessi ekki talin heimilisföst atvinnustofnun eða útibú eftir 1. mgr. A-liðar 40. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga og aðstöðugjaldsálagningin í Reykjavik felld niður.