Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 1037/1973

Gjaldár 1971

Lög nr. 30/1970, 11. gr.  

Skyldusparnaður

Málavextir eru þeir, að kærandi stundaði iðnnám meiri hluta skattársins 1970 eða frá 5. mars það ár. Skattstjóri lækkaði skyldusparnaðarfrádrátt kæranda úr kr. 31.800,00 í kr. 4.000,00.

Í úrskurði ríkisskattanefndar segir:

„Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laga nr. 30/1970 um húsnæðismálastofnun ríkisins er frádráttarheimild sparifjár við álagningu tekjuskatts og útsvars bundin við það fé, sem skylt er að spara eftir lögunum. Samkvæmt B-lið 12. gr. þessara laga var kærandi undanþeginn sparnaðarskyldu á árinu 1970.“

Voru kröfur kæranda því ekki teknar til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja