Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 68/1990

Gjaldár 1986

Lög nr. 73/1980 — 24. gr. — 33. gr. — 36. gr. — 39. gr. — 40. gr.   Lög nr. 75/1981 — 96. gr. — 99. gr. — 115. gr.  

Aðstöðugjald — Aðstöðugjaldsskylda — Starfsstöð — Lögheimilissveitarfélag — Aðstöðugjaldsskylda utan lögheimilissveitarfélags eða þess sveitarfélags þar sem aðili hefur aðalatvinnurekstur sinn — Kæruheimild — Kæruheimild sveitarfélags — Kæra sveitarfélags — Kæra sameiginleg — Kæru áfátt — Kæruúrskurður — Málsmeðferð áfátt — Þagnarskylda — Andmælareglan — Frávísun — Frávísun af skattstjórastigi — Kærumeðferð skattstjóra

Af hálfu X-hrepps hefur oddviti hans áfrýjað til ríkisskattanefndar úrskurði skattstjóra, dags. 5. júlí 1988, vegna meintrar aðstöðugjaldsskyldu eftirtalinna fimm aðila vegna starfsemi þeirra í hreppnum á árinu 1985: […] Með hinum kærða úrskurði hafnaði skattstjóri þeirri kröfu kæranda, að þessir aðilar hefðu verið með aðstöðugjaldsskylda starfsemi í hreppnum á árinu 1985. Kærandi krefst þess, að þeim úrskurði verði hnekkt og nefndum aðilum verði gert að greiða aðstöðugjald til hreppsins gjaldárið 1986.

Með bréfi, dags. 9. nóvember 1989, krefst ríkisskattstjóri þess, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Umræddir aðilar bera allir sjálfstæða skattskyldu og unnu að framkvæmdum við ólík verk í sveitarfélaginu á árinu 1985. Var ekki rétt af þess hálfu að bera fram eina sameiginlega skattakæru á hendur öllum þessum aðilum og eigi var rétt af skattstjóra að kveða upp einn kæruúrskurð, er tæki til þeirra allra. Þykir það fyrirkomulag kæranda og skattstjóra vera í andstöðu við meðferð kærumáls að skattalögum þ.á m. þagnarskylduákvæði laganna og vegna andmælareglunnar. Að þessu virtu og meðferð málsins að öðru leyti þykir því bera að ómerkja hinn kærða úrskurð skattstjóra og vísa kærumálinu af skattstjórastigi og frá ríkisskattanefnd.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja