Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 242/1990

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 69. gr. C-liður   Reglugerð nr. 76/1988 — 1. gr. — 2. gr.  

Húsnæðisbætur — Íbúðarhúsnæði — Íbúðareign — Fyrsta íbúðarhúsnæði — Fyrri íbúðareign — Íbúðarhúsnæði, ósamþykk

Kærð er synjun skattstjóra um húsnæðisbætur kæranda til handa gjaldárið 1989. Taldi skattstjóri, að kærandi uppfyllti ekki lagaskilyrði til þeirra bóta með því að kærandi hefði átt íbúð á árunum 1981-1986. Kærandi mótmælti þessari ákvörðun skattstjóra og telur, að ekki eigi að líta til þeirrar íbúðareignar með því að íbúðin hefði verið „ósamþykkt“ og hefði kærandi af þeim sökum ekki fengið lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins.

Með bréfi, dags. 8. desember 1989, krefst ríkisskattstjóri þess, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Úrskurður skattstjóra er staðfestur með vísan til forsendna hans.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja