Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 248/1990

Gjaldár 1988

Lög nr. 75/1981 — 69. gr. C-liður   Lög nr. 92/1987 — Ákvæði til bráðabirgða II.   Reglugerð nr. 76/1988 — 2. gr. 2. mgr.  

Húsnæðisbætur — Íbúðarhúsnæði — Íbúðareign — Fyrsta íbúðarhúsnæði — Byggingarsamningur — Byggingarsamvinnufélag — Byggingarstig — Vanreifun — Frávísun — Frávísun vegna vanreifunar

Kærð er synjun skattstjóra um húsnæðisbætur kærendum til handa gjaldárið 1988. Byggði skattstjóri þá ákvörðun sína á því að þeir uppfylltu eigi lagaskilyrði til þeirra bóta með því að þeir hefðu hvorki keypt né hafið byggingu íbúðarhúsnæðis á árunum 1984-1987, en hins vegar stofnað til samnings við Byggingarsamvinnufélagið X á árinu 1983 og greitt þá 245.105 kr. upp í væntanlega íbúð.

Með bréfi, dags. 12. janúar 1990, krefst ríkisskattstjóri þess að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Mál þetta snýst um það, hvort líta beri svo á, að kærendur hafi eignast íbúð í fyrsta sinn á árunum 1984-1987 í skilningi bráðabirgðaákvæðis II í lögum nr. 49/1987, sbr. 14. gr. laga nr. 92/1987. Í málsgögnum kemur fram, að kærendur hafa greitt inn á íbúðarbyggingu hjá byggingarsamvinnufélaginu X 245.105 kr. á árinu 1983. Nægilegar upplýsingar og gögn liggja eigi fyrir um framgang byggingarframkvæmda í málinu. Að svo vöxnu þykir verða að vísa kærunni frá að svo stöddu vegna vanreifunar.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja