Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 490/1990
Gjaldár 1989
Lög nr. 67/1971 — 35. gr. Lög nr. 75/1981 — 7. gr. A-liður 2. tl. — 28. gr. 2. tl.
Skattskyldar tekjur — Ekkjubætur — Almannatryggingar — Tryggingastofnun ríkisins — Slysabætur — Dánarbætur — Skattfrelsi — Skattfrjálsar tekjur
Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1989. Er þess krafist að tekjufærðar ekkjubætur 127.636 kr. frá Tryggingastofnun ríkisins verði ekki skattlagðar.
Með bréfi, dags. 27. apríl 1990, fellst ríkisskattstjóri fyrir hönd gjaldkrefjenda á kröfu kæranda.
Fallist er á kröfu kæranda.