Úrskurður yfirskattanefndar

  • Skattsekt
  • Skattrannsókn
  • Refsiábyrgð fyrirsvarsmanna lögaðila

Úrskurður nr. 282/2004

Lög nr. 90/2003, 31. gr. 1. tölul. 1. mgr., 109. gr. 5. mgr., sbr. 1. mgr.  

A, framkvæmdastjóra X ehf., var með úrskurði yfirskattanefndar gerð sekt fyrir að hafa á saknæman hátt rangfært skattskil félagsins árið 1997 vegna offærðs rekstrarkostnaðar. A var þó ekki gerð sekt vegna gjaldfærslu alls kostnaðar sem skattrannsóknarstjóri ríkisins gerði kröfu um í málinu, svo sem í þeim tilvikum þar sem ekki þótti unnt að staðhæfa að A hefði mátt vera ljóst að um offærðan frádrátt hefði verið að ræða.

I.

Með bréfi, dags. 30. apríl 2003, hefur skattrannsóknarstjóri ríkisins krafist þess að yfirskattanefnd taki til sektarmeðferðar mál A fyrir brot á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með áorðnum breytingum, framin vegna rekstrarársins 1996.

Í bréfi skattrannsóknarstjóra ríkisins segir:        

„A, sem fyrrum daglegum stjórnanda í hlutafélaginu X, og fyrrum daglegum stjórnanda, skráðum framkvæmdastjóra og prókúruhafa félagsins eftir að því var breytt í einkahlutafélag þann 11. maí 1996, er gefið að sök eftirfarandi:

Skil á efnislega röngu skattframtali og lögboðnum fylgigögnum þess. Oftalinn/rangfærður rekstrarkostnaður.

A er gefið að sök að hafa, að því er best verður séð af ásetningi, en í það minnsta af stórkostlegu hirðuleysi, staðið skil á efnislega röngum skattframtölum, ásamt lögboðnum fylgigögnum, X ehf. til skattstjórans í N-umdæmi vegna álagningar opinberra gjalda gjaldárið 1997 vegna rekstrarársins 1996. Þetta gerði A með því að oftelja/rangfæra rekstrarkostnað X ehf. á viðkomandi skattgögnum um samtals kr. 6.455.041. Leiddi þetta til lægri álagningar tekjuskatts á skattaðilann en vera bar nefnt ár sem hér segir:

Oftalinn/rangfærður kostnaður

Skatthlutfall

Tekjuskattur

kr. 6.455.041

33%

kr. 2.130.164

Sundurliðast oftalinn/rangfærður rekstrarkostnaður milli einstakra gjaldaliða svo sem greinir í liðum 1.-4. hér á eftir:

1. Gjaldfærð einkaneysla.

1.1. Gjaldaliðurinn „Vinnufatnaður og annar starfsmannakostnaður“.

1.1.1.

Gjaldfærsla á kr. 2.561 á grundvelli fylgiskjals nr. 284. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á matvöru. kr. 2.561

1.1.2.

Gjaldfærsla á kr. 5.605 á grundvelli fylgiskjals nr. 679. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á snyrtivörum og lyfjum.  kr. 5.605

1.1.3.

Gjaldfærsla á kr. 64.969 á grundvelli fylgiskjala nr. 936, 950, 1399, 1515, 2494, 2612 og 2622. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á fatnaði.  kr. 64.969

1.1.4.

Gjaldfærsla á kr. 4.400 á grundvelli fylgiskjals nr. 965. Um er að ræða gjaldfærslu eftir tveimur gíróseðlum, en A er tilgreindur greiðandi á þeim báðum. Gíróseðlarnir eru vegna sjúkraflutnings að fjárhæð kr. 2.400 og vegna félagsgjalda í stjórnmálaflokki að fjárhæð kr. 2.000.  kr. 4.400

1.1.5.

Gjaldfærsla á kr. 5.350 á grundvelli fylgiskjals nr. 1017. Um er að ræða gjaldfærslu á grundvelli strimils úr reiknivél. Texti í bókhaldi er „Leikfélag Akureyrar“.  kr. 5.350

1.1.6.

Gjaldfærsla á kr. 5.400 á grundvelli fylgiskjals nr. 1019. Um er að ræða gjaldfærslu á grundvelli ljósrits af ávísun. Texti í bókhaldi er „Íþróttamiðstöð“.  kr. 5.400

1.1.7.

Gjaldfærsla á kr. 10.170 á grundvelli fylgiskjals nr. 1060. Um er að ræða gjaldfærslu eftir greiðslukvittun vegna fitubrennslunámskeiðs sem er skráð á A.  kr. 10.170

1.1.8.

Gjaldfærsla á kr. 10.060 á grundvelli fylgiskjals nr. 1145. Um er að ræða gjaldfærslu eftir reikningi á nafn A vegna gleraugna.  kr. 10.060

1.1.9.

Gjaldfærsla á kr. 3.800 á grundvelli fylgiskjals nr. 1251. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á ljósakorti fyrir F.  kr. 3.800

1.1.10.

Gjaldfærsla á kr. 5.400 á grundvelli fylgiskjals nr. 1290. Um er að ræða gjaldfærslu á grundvelli ljósrits af ávísun. Texti í bókhaldi er „Íþróttamiðst.“.  kr. 5.400

1.1.11.

Gjaldfærsla á kr. 3.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 1294. Um er að ræða gjaldfærslu á grundvelli bókunarbeiðni. Texti í bókhaldi er „Klipping“.  kr. 3.000

1.1.12.

Gjaldfærsla á kr. 2.700 á grundvelli fylgiskjals nr. 1641. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á sundkorti fyrir A.  kr. 2.700

1.1.13.

Gjaldfærsla á kr. 2.500 á grundvelli fylgiskjals nr. 1827. Um er að ræða gjaldfærslu vegna viðgerðar á armbandi eiganda.  kr. 2.500

1.1.14.

Gjaldfærsla á kr. 2.679 á grundvelli fylgiskjala nr. 2081 og 2189. Um er að ræða gjaldfærslu kvittunar vegna endurkomu F á Sjúkrahús Reykjavíkur annars vegar, og hins vegar gjaldfærslu vegna vottorðs sama aðila. Viðkomandi var ekki á launaskrá hjá félaginu.  kr. 2.679

1.1.15.

Gjaldfærsla á kr. 12.679 á grundvelli fylgiskjals nr. 2163. Um er að ræða gjaldfærslu á grundvelli bókunarbeiðni. Texti í bókhaldi er „skófatnaður“.  kr. 12.679

1.1.16.

Gjaldfærsla á kr. 5.767 á grundvelli fylgiskjals nr. 2163. Um er að ræða gjaldfærslu á grundvelli bókunarbeiðni. Texti í bókhaldi er „tannlæknahjálp“.  kr. 5.767

1.1.17.

Gjaldfærsla á kr. 29.790 á grundvelli fylgiskjals nr. 2163. Um er að ræða gjaldfærslu á grundvelli bókunarbeiðni. Texti í bókhaldi er „starfsmannakostn.“.  kr. 29.790

1.1.18.

Gjaldfærsla á kr. 11.475 á grundvelli fylgiskjala nr. 2617 og 2655. Um er að ræða gjaldfærslu samkvæmt staðgreiðslunótum vegna kaupa á tvennum skópörum.  kr. 11.475

1.1.19.

Gjaldfærsla á kr. 2.610 á grundvelli fylgiskjals nr. 2627. Um er að ræða gjaldfærslu eftir visanótu, undirritaðri af K. Verður af henni ráðið að um sé að ræða tannlæknakostnað í Reykjavík.  kr. 2.610

1.1.20.

Gjaldfærsla á kr. 33.430 á grundvelli fylgiskjala nr. 1287, 1640 og 2507. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á áfengi.  kr. 33.430

1.2. Gjaldaliðurinn „Hreinlætisvörur“.

1.2.1.

Gjaldfærsla á kr. 195.247 á grundvelli fylgiskjala nr. 910, 927, 1240, 1404, 1819, 2237 og 2493. Um er að ræða gjaldfærslu samkvæmt staðgreiðslunótum vegna áfengiskaupa undir bókhaldslyklinum „Rotvarnaefni og spyrður“.  kr. 195.247

1.2.2.

Gjaldfærsla á kr. 15.696 á grundvelli fylgiskjals nr. 923. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á matvælum, myndramma, dúkum o.fl. undir bókhaldslyklinum „Hreinlætisvörur og ræsting“. Hvorki verður séð hvernig kaupin tengjast áðurgreindum bókhaldslykli né öflun tekna hjá félaginu.  kr. 15.696

1.3. Gjaldaliðurinn „Viðhald, skattar og vátryggingar húsnæðis“.

1.3.1.

Gjaldfærsla á kr. 150.020 á grundvelli fylgiskjals nr. 2338. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kostnaðar við slysatryggingu eigenda félagsins.  kr. 150.020

1.3.2.

Gjaldfærsla á kr. 154.972 á grundvelli fylgiskjals nr. 2413. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kostnaðar við fjölskyldutryggingu.  kr. 154.972

1.3.3.

Gjaldfærsla á kr. 35.169 á grundvelli fylgiskjals nr. 1628. Um er að ræða gjaldfærslu kostnaðar við tryggingu bifreiðar með skráningarnúmer Y. Bifreiðin er ekki í eigu félagsins.  kr. 35.169

1.3.4.

Gjaldfærsla á kr. 4.055 á grundvelli fylgiskjals nr. 499. Um er að ræða gjaldfærslu samkvæmt reikningi frá árinu 1995. Upplýsingar um kaupanda koma ekki fram. Í skýringum endurskoðanda félagsins kom fram að þessi kostnaður væri vegna endurbóta á íbúð. Ekki verður séð hvernig kaupin tengjast öflun tekna hjá félaginu.  kr. 4.055

1.3.5.

Gjaldfærsla á kr. 127.709 á grundvelli fylgiskjals nr. 171. Um er að ræða gjaldfærslu samkvæmt myndbréfi frá V hf., dagsett 09.02. 1996. Texti í bókhaldi er „Innréttingar“.  kr. 127.709

1.3.6.

Gjaldfærsla á kr. 15.650 á grundvelli fylgiskjala nr. 1509 og 1651. Um er að ræða gjaldfærslu samkvæmt staðgreiðslunótum vegna áfengiskaupa undir bókhaldslyklinum „Mælivatnsskattur kalt, Rvík“.  kr. 15.650

1.3.7.

Gjaldfærsla á kr. 46.586 á grundvelli fylgiskjals nr. 259. Um er að ræða gjaldfærslu eftir ljósriti reiknings vegna hurðaopnara.  kr. 46.586

1.3.8.

Gjaldfærsla á kr. 148.634 á grundvelli fylgiskjals nr. 452. Um er að ræða gjaldfærslu eftir reikningi, dagsettum 06.11. 1995, vegna tveggja gerða af parketi.  kr. 148.634

1.4. Gjaldaliðurinn „Viðhald véla og áhalda“.

1.4.1.

Gjaldfærsla á kr. 88.914 á grundvelli fylgiskjals nr. 2497. Um er að ræða gjaldfærslu eftir reikningi dags. á árinu 1995 vegna sérmerktra sængurfata.  kr. 88.914

1.4.2.

Gjaldfærsla á kr. 32.964 á grundvelli fylgiskjals nr. 2501. Um er að ræða gjaldfærslu eftir afgreiðsluseðli vegna merkingar á sængurfatnaði.  kr. 32.964

1.4.3.

Gjaldfærsla á kr. 63.285 á grundvelli fylgiskjals nr. 406. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á þvottavél með þurrkara.  kr. 63.285

1.4.4.

Gjaldfærsla á kr. 104.813 á grundvelli fylgiskjals nr. 453. Um er að ræða gjaldfærslu eftir reikningi, dagsettum 19.12. 1995, vegna kæliskáps, gufugleypis og eldavélar.  kr. 104.813

1.4.5.

Gjaldfærsla á kr. 11.513 á grundvelli fylgiskjals nr. 1647. Um er að ræða gjaldfærslu kostnaðar vegna viðgerðar á bifreið, merktri Y, sem skv. opinberri bifreiðaskrá var í eigu F.  kr. 11.513

1.4.6.

Gjaldfærsla á kr. 27.253 á grundvelli fylgiskjala nr. 399 og 409. Um er að ræða gjaldfærslu eftir kassakvittunum frá IKEA sem bera með sér að keyptir hafi verið ýmsir hlutir til heimilisnota. kr. 27.253

1.4.7.

Gjaldfærsla á kr. 126.556 á grundvelli fylgiskjals nr. 931. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á dúkkuhúsi og húsgögnum í dúkkuhúsið.  kr. 126.556

1.4.8.

Gjaldfærsla á kr. 7.245 á grundvelli fylgiskjals nr. 934. Um er að ræða gjaldfærslu eftir staðgreiðslunótum vegna kaupa á blómum.  kr. 7.245

1.4.9.

Gjaldfærsla á kr. 331.165 á grundvelli fylgiskjals nr. 993. Um er að ræða gjaldfærslu eftir millifærslublaði á reikningi V hf. úr banka. Skv. texta í bókhaldi er um að ræða áklæði og gluggatjöld.  kr. 331.165

1.4.10.

Gjaldfærsla á kr. 84.746 á grundvelli fylgiskjals nr. 1507. Um er að ræða gjaldfærslu eftir reikningi sem ber með sér að verið sé að gjaldfæra barnarúm.  kr.  84.746

1.4.11.

Gjaldfærsla á kr. 20.241 á grundvelli fylgiskjals nr. 2277. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á teppum frá Austurlensku teppasölunni.  kr. 20.241

1.4.12.

Gjaldfærsla á kr. 113.976 á grundvelli fylgiskjals nr. 2315. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á Bang & Olufsen hljómflutningstækjasamstæðu.  kr. 113.976

1.4.13.

Gjaldfærsla á kr. 348.712 á grundvelli fylgiskjals nr. 2490. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á gardínum og rimlagluggatjöldum.  kr. 348.712

1.4.14.

Gjaldfærsla á kr. 110.663 á grundvelli fylgiskjals nr. 2605. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á rimlagluggatjöldum.  kr. 110.663

1.5. Gjaldaliðurinn „Rekstur bifreiða“.

1.5.1.

Gjaldfærsla á kr. 25.336 á grundvelli fylgiskjala nr. 2395 og 2632. Um er að ræða gjaldfærslu vegna reikninga frá Olís sem bera með sér að vera vegna bifreiðar, merkt Y, sem ekki var í eigu félagsins.  kr. 25.336

1.5.2.

Gjaldfærsla á kr. 28.898 á grundvelli fylgiskjals nr. 2050. Um er að ræða gjaldfærslu samkvæmt tryggingarskírteini sem ber með sér að verið sé að tryggja bifreiðina Y, sem ekki var í eigu félagsins.  kr. 28.898

1.5.3.

Gjaldfærsla á kr. 13.204 á grundvelli fylgiskjals nr. 1653. Um er að ræða gjaldfærslu á kostnaði við bifreiðaskoðun. Um er að ræða fólksbifreið í eigu F og því ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður hjá félaginu.  kr. 13.204

1.6. Gjaldaliðurinn „Útgerðarkostnaður“.

1.6.1.

Gjaldfærsla á kr. 19.202 á grundvelli fylgiskjals nr. 2317. Um er að ræða gjaldfærslu eftir erlendum reikningi yfir kaup á gullhálsmeni.  kr. 19.202

1.7. Gjaldaliðurinn „Lögfræðiþjónusta“.

1.7.1.

Gjaldfærsla á kr. 44.500 á grundvelli fylgiskjals nr. 1325. Um er að ræða gjaldfærslu vegna greiðslu á skólagjöldum fyrir K.  kr. 44.500

1.8. Gjaldaliðurinn „Sími og burðargjöld“.

1.8.1. Gjaldfærsla á kr. 27.948 á grundvelli fylgiskjals nr. 612. Um er að ræða gjaldfærslu símreiknings á nafni A.  kr. 27.948

1.8.2.

Gjaldfærsla á kr. 5.382 á grundvelli fylgiskjala nr. 2530 og 2610. Um er að ræða gjaldfærslu áskriftargjalds að Stöð 2.  kr. 5.382

1.8.3.

Gjaldfærsla á kr. 17.382 á grundvelli fylgiskjala nr. 1052 og 2365. Um er að ræða gjaldfærslu símreikninga vegna heimasíma F. (Miðað er við helming (50%) gjaldfærðs kostnaðar.)  kr. 17.382

1.8.4.

Gjaldfærsla á kr. 12.955 á grundvelli fylgiskjala nr. 1110 og 1586. Um er að ræða gjaldfærslu símreikninga á nafni A. (Miðað er við helming (50%) gjaldfærðs kostnaðar.)  kr. 12.955

1.9. Gjaldaliðurinn „Auglýsingar“.

1.9.1.

Gjaldfærsla á kr. 1.500 á grundvelli fylgiskjals nr. 666. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kostnaðar við lýsingu í kirkjugarði, 2 krossar, skráð á A.  kr. 1.500

1.9.2.

Gjaldfærsla á kr. 6.189 á grundvelli fylgiskjals nr. 667. Um er að ræða gjaldfærslu á leigu á kjólfötum, K, og gírótombóla.  kr. 6.189

1.10. Gjaldaliðurinn „Blöð, bækur og tímarit“.

1.10.1.

Gjaldfærsla á kr. 25.470 á grundvelli fylgiskjals nr. 2613. Um er að ræða gjaldfærslu samkvæmt reikningi frá ljósmyndastofu, skráðum á A. Reikningurinn ber með sér að keypt hafi verið myndaalbúm og fleira.  kr. 25.470

1.10.2.

Gjaldfærsla á kr. 13.100 á grundvelli fylgiskjals nr. 2676. Um er að ræða gjaldfærslu á barna- og fjölskyldumyndatöku frá ljósmyndastofu, sem er skráð á L.  kr. 13.100

1.11. Gjaldaliðurinn „Ferða- og sölukostnaður“.

1.11.1.

Gjaldfærsla á kr. 27.690 á grundvelli fylgiskjala nr. 520, 521 og 648. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á flugmiðum vegna K.  kr. 27.690

1.11.2.

Gjaldfærsla á kr. 25.383 á grundvelli fylgiskjals nr. 655. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni og nokkrum kassakvittunum sem bera með sér að vera m.a. fatnaður og áfengi.  kr. 25.383

1.11.3.

Gjaldfærsla á kr. 3.864 á grundvelli fylgiskjals nr. 1225 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu á heimilisvörum.  kr. 3.864

1.11.4.

Gjaldfærsla á kr. 10.134 á grundvelli fylgiskjals nr. 1512. Um er að ræða gjaldfærslu eftir greiðslukortanótum G fyrir bíóferð, sælgæti og pizzum.  kr. 10.134

1.11.5.

Gjaldfærsla á kr. 4.134 á grundvelli fylgiskjals nr. 2500 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu eftir kassakvittun og strimli úr reiknivél. Texti í bókhaldi er „Kaupfélagið“. Hvorki liggur fyrir um hvaða viðskiptamenn var um að ræða né hvað keypt var nema að litlu leyti.  kr. 4.134

1.11.6.

Gjaldfærsla á kr. 9.730 á grundvelli fylgiskjals nr. 2670. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á flugmiðum Rvík-Akureyri-Rvík vegna K, en reikning vantar. Samkvæmt fylgiskjölum, þá bera dagsetningar flugfarseðlanna með sér að flogið hafi verið frá Reykjavík til Akureyrar á föstudegi og til baka á sunnudegi. Lítur skattrannsóknarstjóri ríkisins svo á að K hafi eingöngu verið að taka sér helgarfrí.  kr. 9.730

1.12. Gjaldaliðurinn „Risna og framlög“.

1.12.1.

Gjaldfærsla á kr. 5.700 á grundvelli fylgiskjals nr. 416. Um er að ræða gjaldfærslu eftir greiðslukortanótu vegna leikhúsferðar. kr. 5.700

1.12.2.

Gjaldfærsla á kr. 7.394 á grundvelli fylgiskjals nr. 647. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á pizzum.  kr. 7.394

1.12.3.

Gjaldfærsla á kr. 10.200 á grundvelli fylgiskjals nr. 913. Um er að ræða gjaldfærslu eftir greiðslukortanótu vegna leikhúsferðar. Við fylgiskjal er heftaður miði þar sem kemur fram að kostnaður þessi hafi orðið til vegna leikhúsferðar fjölskyldunnar.  kr. 10.200

1.12.4.

Gjaldfærsla á kr. 51.430 á grundvelli fylgiskjala nr. 1820, 1821, 2506, 2653, 2671, 2672 og 2673 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu vegna áfengiskaupa.  kr. 51.430

1.12.5.

Gjaldfærsla á kr. 31.540 á grundvelli fylgiskjals nr. 2205 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu vegna vörukaupa í fríhöfn.  kr. 31.540

1.12.6.

Gjaldfærsla á kr. 2.080 á grundvelli fylgiskjals nr. 2228 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á veitingum frá Hróa Hetti.  kr. 2.080

1.12.7.

Gjaldfærsla á kr. 1.095 á grundvelli fylgiskjals nr. 2623 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kaupa á veitingum á Grillbarnum.  kr. 1.095

1.13. Gjaldaliðurinn „Umbúðir og hjálparefni“.

1.13.1.

Gjaldfærsla á kr. 8.570 á grundvelli fylgiskjals nr. 1649. Um er að ræða gjaldfærslu eftir reikningi vegna áfengiskaupa.  kr. 8.570

1.14. Gjaldaliðurinn „Kaffistofa“.

1.14.1.

Gjaldfærsla á kr. 171.296 á grundvelli fylgiskjala nr. 414, 403, 405, 658, 684, 687, 689, 691, 696, 699, 924, 928, 944, 1001, 1044, 1045, 1046, 1047 og 1048. Um er að ræða gjaldfærslu vegna matvörukaupa o.fl.  kr. 171.296

2. Gjaldfærsla á grundvelli ófullnægjandi fylgiskjala í bókhaldi.

2.1. Gjaldaliðurinn „Vinnufatnaður og annar starfsmannakostnaður“.

2.1.1.

Gjaldfærsla á kr. 85.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 633. Um er að ræða gjaldfærslu á grundvelli kvittunar fyrir innborgun á reikning eiganda. Fylgiskjöl ekki fullnægjandi.  kr. 85.000

2.1.2.

Gjaldfærsla á kr. 55.962 á grundvelli fylgiskjala nr. 1251, 1295, 2132, 2142, 2658 og 2685. Um er að ræða gjaldfærslu á grundvelli bókunarbeiðna. Fylgiskjöl ekki fullnægjandi.  kr. 55.962

2.1.3.

Gjaldfærsla á kr. 12.691 á grundvelli fylgiskjals nr. 1652. Um er að ræða gjaldfærslu vegna ótilgreindra vörukaupa. Fullnægjandi upplýsingar um kaupanda vantar, svo og fullnægjandi reikning. kr. 12.691

2.2. Gjaldaliðurinn „Hreinlætisvörur“.

2.2.1.

Gjaldfærsla á kr. 1.415 á grundvelli fylgiskjals nr. 724. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni en reikning vantar. Texti í bókhaldi er „V hf.“.  kr. 1.415

2.2.2.

Gjaldfærsla á kr. 2.811 á grundvelli fylgiskjals nr. 1251. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni undir bókhaldslyklinum „Hreinlætisvörur og ræsting“. Í texta bókhalds kemur fram að um sé að ræða greiðslu til „S“. Ekki verður séð hvað er verið að greiða S en reikning vantar.  kr. 2.811

2.3. Gjaldaliðurinn „Viðhald véla og áhalda“.

2.3.1.

Gjaldfærsla á kr. 44.730 á grundvelli fylgiskjals nr. 586. Um er að ræða gjaldfærslu eftir skjámynd úr færsludagbók V hf. en reikning vantar. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 44.730

2.3.2.

Gjaldfærsla á kr. 56.993 á grundvelli fylgiskjals nr. 901. Um er að ræða gjaldfærslu eftir handskrifuðu blaði og ljósritum af reikningum sem ekki eru skráðir á félagið vegna kostnaðar við bifreið á Spáni. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 56.993

2.3.3.

Gjaldfærsla á kr. 15.900 á grundvelli fylgiskjals nr. 915. Um er að ræða gjaldfærslu eftir ljósriti af reikningi skráðum á T. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 15.900

2.3.4.

Gjaldfærsla á kr. 22.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 2682. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni en reikning vantar. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 22.000

2.3.5.

Gjaldfærsla á kr. 13.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 2517. Um er að ræða gjaldfærslu eftir ljósriti af handhafa ávísun en reikning vantar. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 13.000

2.3.6.

Gjaldfærsla á kr. 9.801 á grundvelli fylgiskjala nr. 271 og 2141. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðnum en reikninga vantar. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjöl liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 9.801

2.3.7.

Gjaldfærsla á kr. 1.193 á grundvelli fylgiskjals nr. 910. Um er að ræða gjaldfærslu eftir greiðslukortanótu. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.          kr. 1.193

2.4. Gjaldaliðurinn „Rekstur bifreiða“.

2.4.1.

Gjaldfærsla á kr. 23.825 á grundvelli fylgiskjals nr. 586. Um er að ræða gjaldfærslu eftir skjámynd úr færsludagbók V hf. en reikning vantar. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 23.825

2.4.2.

Gjaldfærsla á kr. 53.176 á grundvelli fylgiskjala nr. 840, 1090, 1251, 1294, 1878 og 2035. Um er að ræða gjaldfærslu vegna olíu- og bensínkaupa. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjöl liggi til grundvallar gjaldfærslunum.  kr. 53.176

2.4.3.

Gjaldfærsla á kr. 21.017 á grundvelli fylgiskjals nr. 646. Um er að ræða gjaldfærslu eftir sölunótum greiðslukorts undirrituðum af K. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 21.017

2.4.4.

Gjaldfærsla á kr. 26.258 á grundvelli fylgiskjals nr. 2148. Um er að ræða gjaldfærslu eftir myndbréfi af handskrifuðu A4 blaði vegna bensínkorts F. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 26.258

2.4.5.

Gjaldfærsla á kr. 3.614 á grundvelli fylgiskjals nr. 1395. Um er að ræða gjaldfærslu eftir staðgreiðslunótu en reikning vantar. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 3.614

2.4.6.

Gjaldfærsla á kr. 4.904 á grundvelli fylgiskjals nr. 2204. Um er að ræða gjaldfærslu eftir staðgreiðslunótu en reikning vantar. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 4.904

2.4.7.

Gjaldfærsla á kr. 15.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 1294. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni vegna viðgerða á bifreið, reikning vantar. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 15.000

2.4.8.

Gjaldfærsla á kr. 4.995 á grundvelli fylgiskjals nr. 2140. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni og ekki verður ráðið hvað er verið að færa til bókar en reikning vantar. Texti í bókhaldi er „Skoðun á vörubíl“. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 4.995

2.4.9.

Gjaldfærsla á kr. 14.670 á grundvelli fylgiskjals nr. 2685. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni og ekki verður ráðið hvað er verið að færa til bókar en reikning vantar. Texti í bókhaldi er „Viðh. bifreiðar“. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 14.670

2.5. Gjaldaliðurinn „Sími og burðargjöld“.

2.5.1.

Gjaldfærsla á kr. 10.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 1275. Um er að ræða gjaldfærslu eftir ljósriti af kvittun fyrir út- og innborgun en reikning vantar. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 10.000

2.6. Gjaldaliðurinn „Blöð, bækur og tímarit“.

2.6.1.

Gjaldfærsla á kr. 2.520 á grundvelli fylgiskjals nr. 2537. Um er að ræða gjaldfærslu eftir áminningu um að greiða áskriftargjald. Áskrift er skráð á A. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 2.520

2.6.2.

Gjaldfærsla á kr. 18.573 á grundvelli fylgiskjals nr. 2626. Um er að ræða gjaldfærslu eftir greiðslukortanótu K. Ekki verður ráðið hvað er gjaldfært eða þörf fyrir reksturs fyrir tilteknum kostnaði. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 18.573

2.6.3.

Gjaldfærsla á kr. 3.500 á grundvelli fylgiskjals nr. 2683. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni. Ekki verður ráðið hvað er gjaldfært en reikning vantar. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 3.500

2.7. Gjaldaliðurinn „Ýmis kostnaður“.

2.7.1.

Gjaldfærsla á kr. 4.117 á grundvelli fylgiskjals nr. 2684 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni vegna þvotta hjá Fönn. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 4.117

2.8. Gjaldaliðurinn „Ferða- og sölukostnaður“.

2.8.1.

Gjaldfærsla á kr. 6.074 á grundvelli fylgiskjals nr. 2625 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu eftir greiðslukortanótum, undirrituðum af K, og strimli úr reiknivél. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 6.074

2.9. Gjaldaliðurinn „Risna og framlög“.

2.9.1.

Gjaldfærsla á kr. 25.650 á grundvelli fylgiskjals nr. 2681 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni. Texti í bókhaldi er „Miðar starfsm.kostn.“ og „Veitingar“. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 25.650

2.9.2.

Gjaldfærsla á kr. 18.053 á grundvelli fylgiskjals nr. 2682 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni. Texti í bókhaldi er „Starfsmannakostn.“. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.      kr. 18.053

2.9.3.

Gjaldfærsla á kr. 5.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 2683 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni. Texti í bókhaldi “Starfsmannakostn.”. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 5.000

2.10. Gjaldaliðurinn „Keypt hráefni“.

2.10.1.

Gjaldfærsla á kr. 296.900 á grundvelli fylgiskjals nr. 256 í bókhaldi skattaðilans. Gjaldfært er eftir A4 blaði sem á hefur verið ritað „Staðgr.kaup“. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 296.900

2.10.2.

Gjaldfærsla á kr. 120.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 619 í bókhaldi skattaðilans. Gjaldfært er eftir handskrifuðu A4 blaði. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 120.000

2.10.3.

Gjaldfærsla á kr. 390.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 1570 í bókhaldi skattaðilans. Gjaldfært er eftir ávísun. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.          kr. 390.000

2.10.4.

Gjaldfærsla á kr. 500.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 2114 í bókhaldi skattaðilans. Gjaldfært er eftir símbréfi. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.          kr. 500.000

2.10.5.

Gjaldfærsla á kr. 755.447 á grundvelli fylgiskjals nr. 2150 í bókhaldi skattaðilans. Gjaldfært er eftir símbréfi. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.          kr. 755.447

2.10.6.

Gjaldfærsla á kr. 200.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 2109 í bókhaldi skattaðilans. Gjaldfært er eftir símbréfi. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.          kr. 200.000

2.11. Gjaldaliðurinn „Kaffistofa“.

2.11.1.

Gjaldfærsla á kr. 5.351 á grundvelli fylgiskjals nr. 929 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu vegna matvörukaupa. Skortir á að fullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslunni.  kr. 5.351

3. Tvífærsla sama kostnaðar til gjalda.

3.1. Gjaldaliðurinn „Vinnufatnaður og annar starfsmannakostnaður“.

3.1.1.

Gjaldfærsla á kr. 2.500 á grundvelli fylgiskjals nr. 2510 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu á afgreiðsluseðli vegna viðgerðar á armbandi. Tvígjaldfært sbr. fskj. bókhalds nr. 1827. kr. 2.500

3.2. Gjaldaliðurinn „Viðhald, skattar og vátryggingar húsnæðis“.

3.2.1.

Gjaldfærsla á kr. 127.709 á grundvelli fylgiskjals nr. 464. Um er að ræða gjaldfærslu samkvæmt myndbréfi frá V, dagsett 09.02. 1996. Ekki verður séð hvernig kaupin tengjast öflun tekna hjá félaginu. Tvígjaldfært, sbr. bókhaldsfskj. nr. 171.  kr. 127.709

3.3. Gjaldaliðurinn „Sími og burðargjöld“.

3.3.1.

Gjaldfærsla á kr. 4.386 á grundvelli fylgiskjals nr. 167 í bókhaldi skattaðilans. Sami kostnaður er færður á annan bókhaldslykil undir sama fylgiskjalanúmeri.  kr. 4.386

4. Kostnaður ranglega færður til gjalda eða varðar annan skattaðila.

4.1. Gjaldaliðurinn „Viðhald, skattar og vátryggingar húsnæðis“.

4.1.1.

Gjaldfærsla á kr. 15.721 á grundvelli fylgiskjala nr. 732, 745 og 2433. Um er að ræða gjaldfærslu kostnaðar vegna helmings af tryggingu bifreiðar með skráningarnúmer U, sem skattaðilinn átti helming í. Tryggingin er gjaldfærð að fullu í bókhaldi skattaðilans. Gjaldfærsla á kr. 7.217 á grundvelli fylgiskjals nr. 2433. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kostnaðar við helming af tryggingu bifreiðar, sem skattaðilinn átti helming í. Tryggingin er gjaldfærð að fullu í bókhaldi skattaðilans.  kr. 22.938

4.2. Gjaldaliðurinn „Viðhald véla og áhalda“

4.2.1.

Gjaldfærsla á kr. 92.882 á grundvelli fylgiskjals nr. 2147. Um er að ræða gjaldfærslu eftir ljósriti af reikningi frá 1994. Reikningurinn ber með sér að vera skráður á V hf. c/o G. Um er því að ræða kostnað sem varðar annan skattaðila.  kr. 92.822

4.3. Gjaldaliðurinn „Rekstur bifreiða“.

4.3.1.

Gjaldfærsla á kr. 14.925 á grundvelli fylgiskjala nr. 168, 424, 440, 665, 989 og 1158. Um er að ræða gjaldfærslu á stöðumælasektum og sektum vegna umferðalagabrota. Sektir teljast ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður.  kr. 14.925

4.3.2.

Gjaldfærsla á kr. 6.000 á grundvelli fylgiskjals nr. 759. Um er að ræða gjaldfærslu á lögreglusátt K. Lögreglusáttir teljast ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður.  kr. 6.000

4.3.3.

Gjaldfærsla á kr. 3.703 á grundvelli fylgiskjals nr. 1135. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kostnaðar við greiðslu bifreiðagjalda vegna bifreiðarinnar U. Skattaðilinn átti aðeins helmingshlut í bifreiðinni en gjaldfærir bifreiðagjöld að fullu.  kr. 3.703

4.3.4.

Gjaldfærsla á kr. 5.223 á grundvelli fylgiskjals nr. 1281. Um er að ræða gjaldfærslu vegna kostnaðar við viðgerð á bifreiðinni U. Skattaðilinn átti aðeins helmingshlut í bifreiðinni en gjaldfærir viðgerðarkostnað að fullu.  kr. 5.223

4.4. Gjaldaliðurinn „Ýmis kostnaður“.

4.4.1.

Gjaldfærsla á kr. 17.272 á grundvelli fylgiskjals nr. 816 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu á gjaldeyri. Gjaldeyrir er ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður og ekki liggja fyrir upplýsingar um tengsl þessa kostnaðar við tekjuöflun skattaðilans.  kr. 17.272

4.5. Gjaldaliðurinn „Ferða- og sölukostnaður“.

4.5.1.

Gjaldfærsla á kr. 78.673 á grundvelli fylgiskjals nr. 653 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu vegna gjaldeyriskaupa. Gjaldeyrir er ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður og ekki liggja fyrir upplýsingar um tengsl þessa kostnaðar við tekjuöflun skattaðilans.  kr. 78.673

4.5.2.

Gjaldfærsla á kr. 6.825 á grundvelli fylgiskjals nr. 1534 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu vegna gjaldeyriskaupa. Gjaldeyrir er ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður og ekki liggja fyrir upplýsingar um tengsl þessa kostnaðar við tekjuöflun skattaðilans.  kr. 6.825

4.5.3.

Gjaldfærsla á kr. 20.490 á grundvelli fylgiskjals nr. 2684 í bókhaldi skattaðilans. Um er að ræða gjaldfærslu eftir bókunarbeiðni vegna gjaldeyriskaupa. Gjaldeyrir er ekki frádráttarbær rekstrarkostnaður og ekki liggja fyrir upplýsingar um tengsl þessa kostnaðar við tekjuöflun skattaðilans.  kr. 20.490

Samtals vegna rekstrarársins 1996: Kr. 6.455.041

Það er mat skattrannsóknarstjóra, byggt á gögnum málsins, að þetta hafi A gert á saknæman hátt, að því er frekast verður séð af ásetningi eða í það minnsta af stórkostlegu hirðuleysi.

Framangreind háttsemi A varðar hann sekt samkvæmt 5. mgr., sbr. 1. mgr. 107. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- og eignaskatt, sbr. 1. gr. laga nr. 42/1995.

Þess er krafist að A verði með úrskurði yfirskattanefndar gert að sæta sekt í samræmi við framangreint.“

Af hálfu skattrannsóknarstjóra ríkisins er málavöxtum lýst í greinargerð, dags. 30. apríl 2003, sem fylgdi kröfugerðinni.

II.

Með bréfi yfirskattanefndar, dags. 6. maí 2003, var gjaldanda veitt færi á að skila vörn í tilefni af framangreindri kröfugerð skattrannsóknarstjóra ríkisins eða tilkynna sérstaklega ef hann vildi ekki hlíta því að yfirskattanefnd afgreiddi mál hans og yrði málið þá endursent skattrannsóknarstjóra ríkisins sem tæki ákvörðun um hvort því yrði vísað til opinberrar rannsóknar, sbr. 2. mgr. 108. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

Engar athugasemdir hafa borist frá gjaldanda.

III.

1. Með bréfi skattrannsóknarstjóra ríkisins, dags. 30. apríl 2003, er þess krafist að gjaldanda, A, verði gerð sekt samkvæmt þargreindum ákvæðum 107. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, nú 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt. Gjaldandi hefur átt þess kost að koma að vörnum fyrir yfirskattanefnd í tilefni af sektarkröfu skattrannsóknarstjóra ríkisins, en engar athugasemdir hafa borist. Þar sem gjaldandi hefur ekki gert athugasemdir við meðferð máls þessa fyrir yfirskattanefnd verður að líta svo á að hann mæli því ekki í gegn að það sæti sektarmeðferð fyrir nefndinni.

2. Skattrannsóknarstjóri ríkisins hóf hinn 23. mars 1999 rannsókn á bókhaldi og skattskilum X ehf. vegna tímabilsins 1. janúar 1994 til og með 31. desember 1996. Tilefni rannsóknarinnar var tilkynning ríkisskattstjóra, dags. 15. janúar 1999, vegna gruns um skattsvik, sbr. 4. mgr. 101. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og 6. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Í tilkynningu ríkisskattstjóra kom fram að embættið hefði í júní 1997 hafist handa með athugun á skattskilum X ehf. og hinn 14. desember 1998 boðað félaginu breytingar á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti, en með bréfi, dags. 21. desember 1998, hefði umboðsmaður félagsins krafist þess að málið yrði sent án úrskurðar ríkisskattstjóra til skattrannsóknarstjóra ríkisins.

Skráður tilgangur X ehf. á því tímabili, sem rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins tók til, var rekstur útgerðar og fiskverkunar, kaup og sala á fiski og fiskafurðum og annar skyldur rekstur. Frá og með 11. maí 1996 var gjaldandi, A, framkvæmdastjóri félagsins með prókúruumboð. Til þess tíma var gjaldandi varastjórnarmaður í félaginu, en B, eiginkona gjaldanda, gegndi þá starfi framkvæmdastjóra. Bú X ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms ... 1999.

Vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins kom gjaldandi, A, til skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins dagana 14., 15., 16., 17., 18., 19. og 23. febrúar 2000. Einnig voru teknar skýrslur af F, sem stjórnaði fiskvinnslu X ehf., og D, löggiltum endurskoðanda, sem annaðist endurskoðun og skattframtalsgerð fyrir X ehf. Með bréfi, dags. 4. desember 2000, sendi skattrannsóknarstjóri ríkisins gjaldanda skýrslu um rannsóknina, dags. 28. nóvember 2000, og gaf honum kost á að tjá sig um efni hennar. Þá var skiptastjóra í þrotabúi X ehf. send skýrslan af sama tilefni. Engar athugasemdir bárust og lauk rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins með skýrslu, dags. 5. febrúar 2001, sem var efnislega samhljóða hinni fyrri.

Í skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins, dags. 5. febrúar 2001, var gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á bókhaldi og skattskilum X ehf. Þar sagði að gerðar væru athugasemdir við færslu rekstrarkostnaðar að fjárhæð 1.280.080 kr. rekstrarárið 1994, 4.033.048 kr. rekstrarárið 1995 og 6.803.886 kr. rekstrarárið 1996. Þá væri talið að innskattur hefði verið offærður til frádráttar um 47.991 kr. árið 1994, um 385.629 kr. árið 1995 og um 554.444 kr. árið 1996.

Af hálfu skattrannsóknarstjóra ríkisins var mál X ehf. sent ríkisskattstjóra til meðferðar með bréfi, dags. 14. mars 2001, sbr. 6. mgr. 102. gr. A laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og 5. mgr. 39. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, en af gögnum málsins verður ekki ráðið að ríkisskattstjóri hafi aðhafst vegna máls félagsins.

3. Krafa skattrannsóknarstjóra ríkisins um sektarákvörðun á hendur gjaldanda, A, er byggð á því að hann hafi sem fyrirsvarsmaður X ehf. látið í té rangar upplýsingar í skattframtali félagsins árið 1996 með því að oftelja rekstrarkostnað til frádráttar tekjum um 6.455.041 kr. sem leitt hafi til lægri álagningar tekjuskatts á félagið en vera bar. Við athugun fjárhæða samkvæmt kröfugerð skattrannsóknarstjóra ríkisins kemur í ljós að samtala fylgiskjala í lið 2.1.2 er of há og á að vera 54.801 kr. Af þessu leiðir að rétt samtala í kröfugerðinni er 6.453.880 kr.

Af hálfu gjaldanda hafa engar athugasemdir verið gerðar vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins á máli félagsins né vegna sektarkröfu sem hér er til meðferðar. Við skýrslutökur hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins komu á hinn bóginn fram skýringar gjaldanda vegna mikils hluta gjaldfærðs kostnaðar sem um ræðir í málinu. Verður litið til þessara skýringa gjaldanda við úrlausn um það hvort skattrannsóknarstjóri ríkisins telst hafa sýnt fram á það með skattrannsókn sinni að skattframtöl X ehf. hafi verið rangfærð þannig að fullnægt sé huglægum refsiskilyrðum sem fram koma í 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt. Í því sambandi ber að hafa í huga mun á sönnunaraðstöðu í skattamáli annars vegar og sakamáli hins vegar, sbr. m.a. sjónarmið í H 1998:268. Skýringar gjaldanda um útgjaldatilefni verður að meta með hliðsjón af því að hann færslumerkti sjálfur skjöl bókhalds X ehf., sbr. svar gjaldanda við spurningu nr. 6 í skýrslutöku 14. febrúar 2000.

Víkur þá að einstökum liðum í sektarkröfu skattrannsóknarstjóra ríkisins.

Um liði 1.1.1, 1.1.2, 1.2.2, 1.14.1 og 2.11.1.

Við skýrslutökur hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins skýrði gjaldandi frá því að kostnaður samkvæmt þessum liðum, sem eru aðallega vegna kaupa á matvöru og fleiri vörum úr matvöruverslunum, væri vegna mötuneytis eða kaffistofu starfsfólks í fiskvinnslu X ehf. í Reykjavík. Þó tók gjaldandi fram um einn reikning (fskj. nr. 1001) að hann „hefði átt að fara á sinn viðskiptareikning“. Við skýrslutöku af F, sem fram fór 8. nóvember 2000, komu fram þær skýringar vegna kostnaðar samkvæmt lið 1.14.1 að útgjöldin gætu tengst viðskiptaferðalögum gjaldanda og B, foreldra F, sem oft hefðu gist hjá honum. Fyrsta veturinn sem Reykjavíkurdeild fyrirtækisins hefði starfað hefði verið eldaður matur handa starfsmönnum félagsins og hefði B séð um eldamennskuna. Einnig gæti verið að viðskiptamenn hefðu komið í heimsókn. F tók fram að kostnað, sem bersýnilega væri ekki hægt að rekja til kaffistofu, ætti með réttu að heimfæra á sig.

Skattrannsóknarstjóri ríkisins gerir kröfu um ákvörðun sektar vegna gjaldfærslu kostnaðar samkvæmt liðum 1.1.1, 1.1.2, 1.2.2 og 1.14.1, samtals að fjárhæð 195.158 kr., á þeim grundvelli að um sé að ræða gjaldfærslu persónulegs kostnaðar gjaldanda og annarra hluthafa í X ehf. Sektarkrafa vegna liðar 2.11.1 er eingöngu byggð á því að ófullnægjandi fylgiskjal liggi til grundvallar gjaldfærslu, en ekki er þó í kröfugerðinni gerð grein fyrir því hvað er talið baga skjalið, sem er kassastrimill frá versluninni Bónus, með tilliti til 1. og 2. mgr. 8. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, sem vísað er til í skýrslu skattrannsóknarstjóra, og verður ekki séð að það beri með sér ógleggri upplýsingar um seljanda og hið keypta en fram koma í öðrum skjölum sem um ræðir undir þessum liðum. Verður gjaldanda ekki gerð sekt vegna liðar 2.11.1.

Að virtum gögnum um gjaldfærðan kostnað samkvæmt liðum 1.1.1, 1.1.2, 1.2.2 og 1.14.1 verður að taka undir það með skattrannsóknarstjóra ríkisins að naumast fær staðist að matvara, sem um ræðir, geti öll verið vegna mötuneytis eða kaffistofu fiskvinnslunnar, enda þykir bæði tegund og magn hinnar keyptu matvöru í mörgum tilvikum vera með þeim hætti að frekar sé um að ræða kaup á vörum til heimilishalds en til mötuneytis. Meðal gjaldfærðra vörukaupa samkvæmt lið 1.14.1 eru jafnframt vörur sem ekki verður séð að geti með neinum hætti staðið í tengslum við kaffistofu fyrirtækisins, svo sem barnavörur, sokkar og skólavörur. Engin viðhlítandi skýring hefur komið fram af hálfu gjaldanda um notkun snyrtivara og lyfja í rekstrinum, sbr. lið 1.1.2. Samkvæmt framansögðu þykir leitt í ljós, m.a. með framburði gjaldanda og F í skýrslutökum hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins, að meðal gjaldfærðs kostnaðar vegna kaffistofu X ehf. í fiskvinnslunni séu persónuleg útgjöld gjaldanda og annarra hluthafa í félaginu. Að þessu athuguðu og þar sem engar athugasemdir hafa verið gerðar af hálfu gjaldanda við tölulega niðurstöðu skattrannsóknarstjóra um hlut persónulegs kostnaðar í heildargjaldfærslu 2.315.484 kr. vegna kaffistofu þykir ekki varhugavert að byggja á niðurstöðu skattrannsóknarstjóra að þessu leyti. Verður því talið að gjaldandi hafi rangfært skattskil X ehf. með gjaldfærslu útgjalda samkvæmt greindum liðum með þeim hætti að varði við fyrrgreind refsiákvæði.

Um liði 1.1.3, 1.1.4, 1.1.5, 1.1.15, 1.1.16, 1.1.17, 1.1.18 og 1.1.19.

Þessir liðir eru vegna fatnaðar, þar á meðal skófatnaðar, sem gjaldfærður var í bókhaldi og skattskilum X ehf., svo og vegna gjaldfærðrar tannlæknaþjónustu, sjúkraflutnings, greiðslu félagsgjalds til stjórnmálafélags o.fl. Af hálfu gjaldanda kom fram við skýrslutökur hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins að mestur hluti þessa kostnaðar hefði verið gjaldfærður fyrir mistök, en gjaldfærslu þriggja fylgiskjala (nr. 950, 1515 og 2655) skýrði gjaldandi með því að um kaup á vinnufatnaði hefði verið að ræða. Að virtum útgjaldatilefnum verður ekki talið að gjaldfærsla á þeim grundvelli geti komið til álita. Verður að telja að um sé að ræða persónulegan kostnað gjaldanda og annarra hluthafa í X ehf., svo sem skattrannsóknarstjóri ríkisins byggir á í sektarkröfu sinni, sem ranglega hafi verið gjaldfærður í skattskilum félagsins þannig að varði við fyrrgreind refsiákvæði.

Um liði 1.1.6, 1.1.7, 1.1.9, 1.1.10 og 1.1.12.

Útgjöld samkvæmt þessum liðum eru vegna aðgangs gjaldanda og F að líkamsræktarstöðvum og sundstöðum og verður ráðið af skýringum gjaldanda að þessi kostnaður hafi verið gjaldfærður á þeim grundvelli að um væri að ræða hliðstæð útgjöld og heimilast til frádráttar tekjum samkvæmt 7. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 483/1994, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, þ.e. kostnað við almenna fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu og almenna heilsubótaraðstöðu. Kostnaður vegna íþróttaiðkunar starfsfólks hefur í úrskurðaframkvæmd ekki verið talinn falla undir frádráttarbæran rekstrarkostnað samkvæmt 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, sbr. úrskurð yfirskattanefndar nr. 472/1997 (ST 1997:90). Þá tekur ákvæði 7. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 483/1994 ekki til umræddra útgjalda, enda verður ákvæði þetta ekki skýrt rýmri skýringu en felst í beinu orðalagi þess, sbr. og úrskurð yfirskattanefndar nr. 1186/1998 (ST 1998:229). Að virtum skýringum gjaldanda verður hins vegar ekki staðhæft að honum hafi mátt vera ljóst að um offærðan frádrátt hafi verið að ræða. Verður gjaldanda því ekki gerð sekt vegna gjaldfærslu þessa kostnaðar.

Um liði 1.1.8, 1.1.11, 1.1.13 og 1.1.14.

Þessir liðir varða kostnað við viðgerð á gleraugum og armbandi gjaldanda, sem hann skýrði svo að hefðu skemmst í vinnunni, svo og kostnað við hárskurð ótilgreinds starfsmanns X ehf. og lækniskostnað F vegna vinnuslyss að því er fram kom í skýrslutökum. Ekki verður talið að sýnt hafi verið fram á með rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins að gjaldfærsla þessa kostnaðar varði við refsiákvæði 109. gr. laga nr. 90/2003.

Um liði 1.1.20, 1.2.1, 1.3.6, 1.11.2, 1.12.4 og 1.13.1.

Samkvæmt þessum liðum er um að ræða gjaldfærð kaup á áfengi sem færð voru undir sex gjaldaliðum í bókhaldi X ehf. Gjaldandi viðurkenndi við skýrslutöku að kostnaður samkvæmt liðum 1.3.6, 1.11.2 og 1.12.4 (að hluta) væru persónuleg útgjöld, en að öðru leyti kvað gjaldandi áfengi hafa verið keypt vegna starfsmanna eða til að veita viðskiptavinum. Í engu tilviki sagði gjaldandi þó nánari deili á viðskiptavinum sem í hlut áttu eða greindi frá risnutilefnum að öðru leyti. Þá þykja skýringar gjaldanda um starfsmannasamkomur hafa verið mjög á almennum nótum og verður að taka undir það með skattrannsóknarstjóra ríkisins að þær fái vart staðist með hliðsjón af tíðni áfengiskaupa og áfengistegund sem keypt var í mörgum tilvikum. Að þessu athuguðu og þar sem engar athugasemdir hafa komið fram í tilefni af sektarkröfu skattrannsóknarstjóra þykir verða að líta svo á að persónulegur kostnaður hafi ranglega verið færður til frádráttar í skattskilum X ehf. í þessum tilvikum þannig að varði við fyrrgreind refsiákvæði.

Um liði 1.3.1 og 1.3.2.

Kostnaður sem hér greinir er vegna slysatryggingar gjaldanda og annarra eigenda X ehf. Hvað sem varðar álitaefnum um frádráttarbærni alls þess kostnaðar sem hér um ræðir, sbr. 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. laga nr. 75/1981, verður ekki talið að skattrannsóknarstjóri ríkisins hafi með rannsókn sinni sýnt fram á að með öllu sé um að ræða kostnað óviðkomandi einkahlutafélaginu. Verður gjaldanda því ekki gerð sekt vegna þessara liða.

Um liði 1.3.3, 1.4.5, 1.5.1, 1.5.2, 1.5.3 og 2.4.4.

Að virtum skýringum gjaldanda, sem fram komu við skýrslutökur hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins, um notkun bifreiðar F við rekstur X ehf. verður ekki talið að gera beri gjaldanda sekt vegna gjaldfærslu þessara liða.

Um liði 1.3.4, 1.3.7, 1.3.8, 1.4.1, 1.4.2, 1.4.7, 1.4.8, 1.4.10, 1.4.12, 1.7.1, 1.9.1, 1.9.2, 1.10.2, 1.11.4, 1.12.1, 1.12.2, 1.12.5, 1.12.6, 1.12.7, 4.1.1, 4.3.3 og 4.3.4.

Kostnaður samkvæmt ofangreindum liðum er af ýmsu tagi, m.a. útgjöld vegna kaupa á sængurfatnaði, gjafavöru, parketi, hljómflutningssamstæðu og vörum í fríhöfn, skólagjalda vegna sonar gjaldanda, leigu á kjólfötum og hlutdeildar í rekstrarkostnaði bifreiðar. Gjaldandi gaf þá skýringu á gjaldfærslu sængurverasetts, sbr. lið 1.4.1, að þau hafi verið keypt vegna dvalar erlendra viðskiptavina á heimili gjaldanda að S-götu. Um suma liði hafa engar skýringar komið fram. Að öðru leyti hefur gjaldandi viðurkennt að útgjöld samkvæmt þessum liðum hafi ekki varðað X ehf. og að kostnaðurinn hefði átt að viðskiptafærast á sig. Samkvæmt þessu og að virtum gjaldfærðum kostnaði samkvæmt greindum liðum, sem ber í flestum tilvikum skýrt með sér að vera vegna heimilishalds gjaldanda, þar á meðal kaup fyrrgreinds sængurverasetts, verður að telja að með gjaldfærslu þessara útgjalda hafi skattskil X ehf. verið rangfærð með þeim hætti að varði við fyrrgreind refsiákvæði.

Um liði 1.3.5, 1.4.3, 1.4.4, 1.4.6, 1.4.9, 1.4.11, 1.4.13 og 1.4.14.

Við skýrslutökur kom fram hjá gjaldanda að kostnaður samkvæmt þessum liðum, sem eru vegna kaupa á heimilistækjum, m.a. þvottavél, eldavél og ísskáp, svo og innréttingakostnaði, gluggatjöldum og húsbúnaði, væri vegna neðri hæðar R-götu sem var íbúðarhús í eigu hluthafa í X ehf. Gluggatjöld samkvæmt lið 1.4.13 hafi þó verið notuð á neðri hæð S-götu. Rimlagluggatjöld samkvæmt lið 1.4.14 hafi verið notuð á öðrum hvorum staðnum. Við skýrslutöku 15. febrúar 2000 gerði gjaldandi nokkra grein fyrir notkun R-götu í þágu rekstrar X ehf., sbr. svar við spurningu nr. 12. Þar kom fram að neðri hæð hússins hefði verið notuð af eigendum félagsins og öðru starfsfólki þess. Þannig hefðu verkstjórar og „Baadermenn“ dvalið í íbúðinni þegar þeir hefðu verið á námskeiðum og einnig þeir sem starfað hefðu við standsetningu á fiskvinnslu félagsins í Reykjavík. Ekkert kemur fram í skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins sem hnekkir þessum framburði gjaldanda um notkun húsnæðisins. Að þessu athuguðu og með hliðsjón af úrlausn Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi 31. maí 1996 í máli nr. S-297/1996, um hliðstæð atriði, þykir ekki hafa verið leitt í ljós með rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins að gera beri gjaldanda sekt vegna gjaldfærslu kostnaðar við innréttingu neðri hæðar R-götu. Ekki verður talið að viðhlítandi skýringar hafi komið fram varðandi kostnað samkvæmt liðum 1.4.13 og 1.4.14 og þykir því verða að líta svo á að þau útgjöld hafi ranglega verið færð til frádráttar í skattskilum X ehf. með þeim hætti að varði við fyrrgreind refsiákvæði.

Um liði 1.6.1 og 1.12.3.

Samkvæmt skýringum gjaldanda við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins var kostnaður samkvæmt lið 1.6.1, sem gjaldfærður var sem útgerðarkostnaður í bókhaldi X ehf., vegna gjafar til starfsmanns félagsins, B. Samkvæmt 1. tölul. 52. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, eins og ákvæði þessu var breytt með 5. gr. laga nr. 147/1994, sbr. 1. gr. laga nr. 101/1995, er ekki heimilt að telja gjafir til rekstrarkostnaðar samkvæmt 31. gr. laga nr. 75/1981 eða til frádráttar skattskyldum tekjum á einn eða annan hátt, „þó ekki tækifærisgjafir í fríðu til starfsmanna eða viðskiptavina þegar verðmæti þeirra er ekki meira en gerist um slíkar gjafir almennt“. Í athugasemdum með 5. gr. frumvarps þess, sem varð að lögum nr. 147/1994, segir m.a.: „Með tækifærisgjöf í þessu sambandi er átt við jólagjafir til starfsmanna, gjöf í tilefni af stórafmæli starfsmanns eða meiri háttar starfsafmælis.“ Þar sem engar skýringar hafa komið fram um tilefni þessarar gjafar til B verður að líta svo á að um óheimila gjaldfærslu hafi verið að ræða, svo sem byggt er á í skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins og kröfugerð til yfirskattanefndar. Verður hér að hafa í huga að um er að ræða gjöf til eiginkonu gjaldanda og eins hluthafa í X ehf.

Kostnaður samkvæmt lið 1.12.3 er vegna leikhúsferðar þriggja hluthafa í X ehf. og maka þeirra sem meta verður persónulegan kostnað þeirra.

Telja verður að með gjaldfærslu greindra liða hafi frádráttur verið offærður með þeim hætti að varði við fyrrgreind refsiákvæði.

Um liði 1.8.1, 1.8.2, 1.8.3 og 1.8.4.

Liður 1.8.2 er vegna gjaldfærðra afnotagjalda að Stöð 2 sem gjaldandi skýrði svo að væri vegna sjónvarps á starfsstöð í Reykjavík. Eins og atvikum er háttað þykir ekki grundvöllur til sektarákvörðunar vegna þessa liðar. Aðrir liðir eru vegna símreikninga gjaldanda og F. Við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins viðurkenndi gjaldandi að ekki hefði verið rétt að gjaldfæra fastagjald eigin heimilissíma en virðist að öðru leyti hafa litið svo á að um rekstrarkostnað X ehf. væri að ræða. Þá kom fram að hann teldi að rétt hefði verið að færa hluta símreikninga F á viðskiptareikning hans, t.d. 30% af umframskrefum. Sektarkrafa skattrannsóknarstjóra ríkisins tekur til helmings fjárhæða símreikninga samkvæmt liðum 1.8.3 og 1.8.4 en allrar fjárhæðar samkvæmt lið 1.8.1 án þess að nein skýring sé gefin á því misræmi. Tekið skal fram að auk fastagjalds heimilissíma, sem verður að telja almennan kostnað við heimilishald, verður að telja nokkurn kostnað vegna umframskrefa heyra til slíks kostnaðar. Að þessu athuguðu þykir verða að líta svo á að persónulegur símakostnaður gjaldanda og F hafi ranglega verið gjaldfærður í skattskilum X ehf. Varhugavert þykir þó að telja gjaldfærslu hærri fjárhæðar en 30% gjaldfærðs kostnaðar eða 26.586 kr. eiga að varða gjaldanda viðurlögum samkvæmt refsiákvæðum sem að framan greinir.

Um lið 1.10.1.

Samkvæmt skýringu gjaldanda við skýrslutöku var kostnaður samkvæmt þessum lið vegna kaupa á „kortum af landi og miðum sem hengd voru upp á [starfsstöð]“ af ljósmyndastofu. Þegar litið er til þess að reikningur ljósmyndastofunnar, sem er stílaður á gjaldanda, ber með sér að vera vegna stækkana á ljósmyndum og myndaalbúms, auk keyptra korta, svo sem bent er á af hálfu skattrannsóknarstjóra ríkisins, þykir ekki komin fram fullnægjandi skýring á gjaldfærslu útgjaldanna. Þykir því verða að meta þau sem persónuleg útgjöld sem óheimilt hafi verið að færa til gjalda í skattskilum X ehf. þannig að varði gjaldanda viðurlögum samkvæmt refsiákvæðum sem að framan greinir.

Um liði 1.11.1 og 1.11.6.

Kostnaður samkvæmt þessum liðum er vegna flugfargjalda K í fjögur skipti á leiðinni Reykjavík-Akureyri-Reykjavík. Við skýrslutöku bar gjaldandi að X ehf. hefði greitt fargjöld K þegar hann hefði farið norður til að vinna hjá fyrirtækinu. Hvað sem líður þessum skýringum gjaldanda verður að líta svo á að um hafi verið að ræða persónuleg útgjöld K og því ekki frádráttarbær hjá félaginu á þeim grundvelli sem þau voru færð. Vegna þessara liða telst gjaldandi því hafa rangfært skattskil félagsins með þeim hætti að varði við fyrrgreind refsiákvæði.

Um liði 1.11.3 og 1.11.5.

Samkvæmt skýringum gjaldanda við skýrslutöku var liður 1.11.3 vegna uppihalds hans í viðskiptaferð til Reykjavíkur og kostnaður samkvæmt lið 1.11.5 vegna ferðar með viðskiptavin til Mývatns. Að virtum þessum skýringum, sem ekki þykir hafa verið hnekkt með rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins, verður gjaldanda ekki gerð sekt vegna gjaldfærslu þessa kostnaðar.

Um liði 2.1.1, 4.4.1, 4.5.1, 4.5.2 og 4.5.3.

Liður 2.1.1 er vegna innborgunar á bankareikning F sem gjaldandi skýrði svo að væri sennilega dagpeningagreiðsla vegna utanlandsferðar F. Aðspurður í skýrslutöku 1. nóvember 2000 kvaðst F ekki muna hvers vegna þessi greiðsla hefði verið innt af hendi. Aðrir liðir eru vegna kaupa á gjaldeyri sem gjaldandi sagði að væri vegna viðskiptaferða en engir ferðakostnaðarreikningar væru í bókhaldi félagsins á móti gjaldeyrinum.

Samkvæmt c-lið 6. gr. reglugerðar nr. 483/1994, um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, telst ferðakostnaður í þágu atvinnurekstrar til rekstrarkostnaðar. Kemur fram í greindu reglugerðarákvæði að til staðfestingar á ferðakostnaði þurfa upplýsingar m.a. um tilgang ferðar, þátttakendur og fjölda ferðadaga að liggja fyrir með aðgengilegum hætti. Einungis liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar af þessu tagi í málinu og ekkert tölulegt liggur fyrir um annan gjaldfærðan kostnað vegna utanlandsferða starfsmanna X ehf. en sem nemur fjárhæð þeirra liða sem hér um ræðir. Miðað við skýringar gjaldanda á umræddum greiðslum var tilefni til þess að skattrannsóknarstjóri ríkisins aflaði frekari upplýsinga um utanlandsferðir starfsmanna X ehf. þannig að unnt væri að taka afstöðu til frádráttarbærni greiðslnanna, eftir atvikum á grundvelli áætlunar, og þá með tilliti til annars gjaldfærðs ferðakostnaðar. Tekið skal fram að auk fyrrgreindra upplýsinga verður ráðið að gjaldeyriskaup 12. apríl 1996 (fskj. nr. 653), sbr. lið 4.5.1, hafi staðið í sambandi við ferð gjaldanda til Brussel 13.–25. apríl 1996 sem hann kvað hafa verið vegna matvælasýningar, sbr. svör gjaldanda í skýrslutöku 18. febrúar 2000 varðandi fskj. nr. 655, en ekkert kemur fram í skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins um annan gjaldfærðan kostnað vegna þessarar ferðar frekar en annarra ferða á tímabilinu.

Eins og þessi þáttur málsins liggur fyrir samkvæmt framansögðu verður gjaldanda ekki gerð sekt vegna gjaldfærslu kostnaðar samkvæmt fyrrgreindum liðum.

Um liði 2.3.1, 2.3.2, 2.3.3, 2.4.1, 2.4.2, 2.4.3, 2.4.5, 2.4.6, 2.4.7, 2.4.8, 2.4.9, 4.3.1 og 4.3.2.

Taka verður undir það með skattrannsóknarstjóra ríkisins að gjaldfærsla lögreglustjórasáttar samkvæmt lið 4.3.2 var andstæð ákvæði 2. tölul. 52. gr. laga nr. 75/1981. Að virtum skýringum gjaldanda um bifreiðakostnað samkvæmt öðrum liðum sem hér um ræðir verður hins vegar ekki talið að gera beri gjaldanda sekt vegna gjaldfærslu þeirra. Vegna viðhorfs skattrannsóknarstjóra ríkisins til gjaldfærslu kostnaðar samkvæmt lið 4.3.1 er ástæða er til að taka fram að í úrskurðaframkvæmd hefur verið talið að stöðumælagjöld, þ.m.t. aukastöðugjöld, geti talist til rekstrarkostnaðar, enda sé sýnt nægilega fram á tengsl þeirra við tekjuöflun í rekstri.

Um lið 2.6.1.

Samkvæmt skýringum gjaldanda er þessi kostnaður vegna áskriftar X ehf. að Sjómannablaðinu Víkingi. Þykir ekki hafa verið sýnt fram á tilefni til að gera gjaldanda sekt vegna gjaldfærslu þessa kostnaðar.

Um liði 2.9.1 og 2.9.2.

Gjaldandi bar við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins að þessir liðir væru vegna starfsmannafagnaðar Reykjavíkurdeildar fyrirtækisins svo sem árituð skýring á bókunarbeiðni bar með sér. Efnislega hefur þetta ekki verið dregið í efa af hálfu skattrannsóknarstjóra. Að þessu virtu og þar sem gera má ráð fyrir einhverjum kostnaði af þessu tagi í rekstri fyrirtækja, sbr. ákvæði 6. og 8. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 483/1994, þykir ekki rétt að gera gjaldanda sekt vegna gjaldfærslu þessa kostnaðar þótt um ófullnægjandi bókhaldsgögn sé að ræða.

Um liði 2.10.1, 2.10.2, 2.10.3, 2.10.4, 2.10.5 og 2.10.6.

Samkvæmt þessum liðum er krafist sektarákvörðunar vegna gjaldfærslu að fjárhæð 2.262.347 kr. sem færð var sem hráefniskaup í bókhaldi X ehf. Er sektarkrafa byggð á því að ófullnægjandi fylgiskjöl, sex að tölu, liggi til grundvallar gjaldfærslu, enda komi upplýsingar um seljanda og hið keypta ekki fram í skjölunum. Af hálfu gjaldanda kom fram sú skýring í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins að V hf., dótturfélag X ehf., hefði annast um kaup á fiski fyrir X ehf. og lagt út vegna kaupanna en fylgiskjöl vegna viðskiptanna hefðu ekki borist. Í skýrslutöku af D, löggiltum endurskoðanda, sem fram fór 15. mars 2000, komu sömu skýringar fram. Kvað hann skjalaflæði milli V hf. og X ehf. hafa verið ófullnægjandi og hefði hann gert athugasemdir þar um við stjórnendur V hf. Hins vegar hefði athugun á viðskiptum milli félaganna sýnt fram á að þau hefðu sannanlega farið fram.

Að því virtu sem að framan er rakið og með sérstakri skírskotun til framburðar D þykir bera að byggja á því að umrædd fiskviðskipti hafi farið fram, enda hefur skattrannsóknarstjóri ríkisins ekki vefengt út af fyrir sig að svo hafi verið. Svo sem málið liggur fyrir samkvæmt þessu verður gjaldanda ekki gerð sekt vegna gjaldfærslu þessara liða.

Um lið 4.2.1.

Þessi liður er vegna gjaldfærðra kaupa á ísskáp og örbylgjuofni samkvæmt sölureikningi frá árinu 1994 sem stílaður er á V hf. og er fjárhæð sölureikningsins kreditfærð á viðskiptareikning V hf. að því er virðist. Samkvæmt skýringum gjaldanda í skýrslutöku 16. febrúar 2000 keypti V hf. þessa muni í bát sem félagið átti á þeim tíma. Taldi gjaldandi „líklegt að X ehf. hafi fengið ísskápinn og ofninn þegar báturinn var seldur og hafi X ehf. notað tækin vegna aðstöðu félagsins“. Í ljósi þessara skýringa gjaldanda, sem ekki hafa verið vefengdar af hálfu skattrannsóknarstjóra ríkisins, verður ekki talið að sektarkrafa fái staðist á þeim grundvelli sem hún er gerð, þ.e. að kostnaðurinn varði V hf. Tekið skal fram að kaup þessi voru tvífærð til gjalda í bókhaldi X ehf. en sektarkrafa er ekki byggð á því að gjöld hafi verið offærð af þeirri ástæðu.

Um liði 2.1.2, 2.1.3, 2.2.1, 2.2.2, 2.3.4, 2.3.5, 2.3.6, 2.3.7, 2.5.1, 2.6.2, 2.6.3, 2.7.1, 2.8.1, 2.9.3, 3.1.1., 3.2.1 og 3.3.1.

Liðir 3.1.1, 3.2.1 og 3.3.1 eru vegna kostnaðar sem var tvífærður til gjalda. Að öðru leyti voru fjárhæðir samkvæmt þessum liðum gjaldfærðar í bókhaldi X ehf. án þess að styðjast við fullnægjandi fylgiskjöl og hafa ekki komið fram viðhlítandi skýringar á greiðslunum við meðferð máls þessa. Með hliðsjón af úrlausn Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi 31. maí 1996 í máli nr. S-297/1996, um hliðstæð atriði, verður því að telja að skattskil félagsins hafi verið rangfærð með því að færa þessar fjárhæðir til frádráttar þannig að varði við þau refsiákvæði sem greinir í sektarkröfu.

4. Fullsannað þykir samkvæmt því sem að framan er rakið að gjaldandi, A, hafi á saknæman hátt rangfært skattskil X ehf. vegna offærðs rekstrarkostnaðar í skattframtali félagsins árið 1997 er leiddi til lægri álagningar opinberra gjalda en vera bar, þannig að varði við 5. mgr., sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt. Offærður rekstrarkostnaður samkvæmt framangreindu nemur 2.354.504 kr. Í tekjuframtali X ehf. árið 1997 er bakfærður „ófrádráttarbær kostnaður“ að fjárhæð 208.003 kr. en nánari upplýsingar um þann lið eða sundurliðun hans er ekki að finna í skattgögnum félagsins og ekkert að honum vikið í skýrslu skattrannsóknarstjóra ríkisins. Svo sem málið liggur fyrir verður að gera ráð fyrir því að a.m.k. hluti fjárhæðar sem um er fjallað í máli þessu hafi þegar verið bakfærður í skattskilum X ehf. Því þykir ekki verða miðað við hærri fjárhæð offærðs frádráttar en 2.146.501 kr.

Ákvarða ber gjaldanda sekt samkvæmt greindum ákvæðum 5. mgr., sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003. Samkvæmt breytingum á refsiákvæðum skattalaga, sem gerðar voru með lögum nr. 42/1995 og tóku gildi 9. mars 1995, skal sekt aldrei vera lægri en sem nemur tvöfaldri þeirri skattfjárhæð sem undan var dregin, þó að teknu tilliti til álags. Við ákvörðun sektar þykir bera að líta til þess að langur tími er liðinn frá því að gjaldandi framdi brot sitt, en dráttur hefur orðið á meðferð málsins. Að þessu virtu og málsatvikum að öðru leyti þykir sekt gjaldanda hæfilega ákveðin 1.400.000 kr. til ríkissjóðs.

Ú r s k u r ð a r o r ð :

Gjaldandi, A, greiði sekt að fjárhæð 1.400.000 kr. til ríkissjóðs.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja