Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 551/1990

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 68. gr. B-liður   Reglugerð nr. 79/1988 — II. kafli  

Sjómannaafsláttur — Sjómaður — Sjómannsstörf — Sjómennskudagar — Dagar við sjómannsstörf — Ráðningarsamningur

Kærð er fjárhæð sjómannaafsláttar gjaldárið 1989 og þess krafist, að kærandi njóti sjómannaafsláttar alla daga tekjuársins 1988.

Með bréfi, dags. 6. júní 1990, hefur ríkisskattstjóri gert svofelldar kröfur í málinu f.h. gjaldkrefjenda:

„Fallist er á kröfu kæranda um að hann eigi rétt til sjómannaafsláttar allt árið 1988.

Kærandi hefur lagt fram staðfestingu frá launagreiðanda um að hann hafi verið ráðinn sem sjómaður allt árið 1988 og önnur gögn í máli þessu styðja kröfu kæranda s.s. greinargerð kæranda um sjómannaafslátt svo og að hann hafði ekki önnur laun en af sjómannsstarfi.“

Eftir öllum atvikum og með vísan til kröfugerðar ríkisskattstjóra er fallist á kröfu kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja