Úrskurður ríkisskattanefndar
Úrskurður rskn. nr. 726/1990
Gjaldár 1988
Lög nr. 75/1981 — 100. gr. 9. mgr.
Leiðrétting — Leiðrétting stjórnvaldsákvörðunar — Leiðrétting ríkisskattanefndar — Leiðréttingarheimild ríkisskattanefndar — Leiðrétting ríkisskattanefndar á eigin úrskurði — Bersýnilegar villur — Reikningsskekkjur — Gjaldabreytingar — Gjaldabreytingar ríkisskattanefndar
Með bréfi umboðsmanns kærenda, dags. 26. janúar 1990, er farið fram á athugun á því hvort í úrskurðarorðum með úrskurði ríkisskattanefndar nr. 694, dags. 29. desember 1989, hafi láðst að færa til baka alla breytingu skattstjóra, dags. 7. október 1988, á álögðum opinberum gjöldum á kærendur gjaldárið 1988.
Með nefndum úrskurði ríkisskattanefndar var breytingu þeirri er skattstjóri gerði á kæruúrskurði sínum, dags. 7. október 1988, hnekkt. Hins vegar varð sú reikningsskekkja við lækkun opinberra gjalda gjaldárið 1988 að niður féll að taka tillit til skattafsláttar til greiðslu eignarskatts og sérstaks eignarskatts á kærendur.
Með úrskurði þessum fylgir leiðrétt gjaldabreytingayfirlit.