Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 741/1990

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 81. gr. 2. mgr.  

Eignarskattur — Eignarskattsstofn — Hjón — Sköttun hjóna — Eftirlifandi maki — Sköttun eftirlifandi maka — Óskipt bú — Búsetuleyfi — Leyfi til setu í óskiptu búi

Kærð er álagning eignarskatts gjaldárið 1989 og þess krafist, að hann verði ákvarðaður í samræmi við ákvæði 81. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, þar sem kærandi væri ekkja, er sæti í óskiptu búi.

Með bréfi, dags. 8. maí 1990, gerir ríkisskattstjóri svofellda kröfu í máli þessu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„Krafa kæranda virðist lúta að því að fá álagningu eignarskatts eins og kveðið er á um í 2. mgr. 81. gr. laga nr. 75/1981, eins og sú grein hljóðar eftir breytingu samkvæmt 9. gr. laga nr. 51/1989. Kærandi varð ekkja á árinu 1982, sbr. leyfi skiptaráðanda til setu í óskiptu búi. Samkvæmt því eru ekki uppfyllt skilyrði nefndrar lagagreinar til að unnt sé að verða við kröfu hennar.“

Með vísan til þess sem fram kemur í kröfugerð ríkisskattstjóra er kröfu kæranda hafnað.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja