Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 747/1990

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 81. gr. 2. mgr. — 106. gr. 1. mgr.  

Eignarskattur — Eignarskattsstofn — Hjón — Sköttun hjóna — Eftirlifandi maki — Sköttun eftirlifandi maka — Óskipt bú — Búsetuleyfi — Leyfi til setu í óskiptu búi — Álag — Álag vegna síðbúinna framtalsskila — Síðbúin framtalsskil

Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1989 og þess krafist, að álag það, sem skattstjóri bætti við gjaldstofna vegna síðbúinna framtalsskila, verði fellt niður. Þá er farið fram á, að álagning eignarskatts verði tekin til endurskoðunar.

Með bréfi, dags. 31. júlí 1990, gerir ríkisskattstjóri svofellda kröfu í máli þessu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„1) Eftir atvikum er fallist á kröfu kæranda.

2) Krafist er frávísunar á þessu kæruatriði enda liggur ekki annað fyrir en að álagningin sé rétt og lögum samkvæmt.“

Um 1. Fallist er á kröfu kæranda.

Um 2. Eftir þeim upplýsingum, er fram koma í gögnum málsins, hefur kærandi heimild til setu í óskiptu búi eftir lát maka síns 26. október 1987. Ber því að ákvarða honum eignarskatt eftir ákvæðum 2. mgr. 81. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, svo sem þeirri grein var breytt með 9. gr. laga nr. 51/1989.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja