Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 814/1990

Gjaldár 1988

Lög nr. 42/1978   Lög nr. 75/1981 — 31. gr. 1. tl. — 61. gr. 1. ml.  

Rekstrarkostnaður — Vinnufatakostnaður — Hlífðarfatakostnaður — Kostnaður vegna atvinnurekandans sjálfs — Persónulegur kostnaður — Frádráttarheimild — Tekjuuppgjör — Tekjuuppgjör rekstrar — Tekjuuppgjörsaðferð — Tekjutímabil — Þjónusta — Iðnaður — Löggilt iðngrein — Dúklagningar

Í skattskilum sínum árið 1988 miðaði kærandi tekjufærslu sína við innborganir með vísan til ákvæða 61. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Skattstjóri féllst eigi á þá tilhögun m.a. með vísan til úrskurðar ríkisskattanefndar nr. 180, dags. 20. apríl 1983. Þá féllst skattstjóri ekki á að kostnaður vegna eigin vinnufatnaðar kæranda teljist hafa verið rekstrarkostnaður hans í skilningi 1. tl. 31. gr. nefndra laga.

Með bréfi, dags. 17. ágúst 1990, gerir ríkisskattstjóri svofellda kröfu í máli þessu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„Að úrskurður skattstjóra verði staðfestur. Eigi er fallist á að starfsemi kæranda, sem er dúklögn, sé þess eðlis að honum sé heimilt að nota 61. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, við tekjuframtal sitt.“

Úrskurður skattstjóra er staðfestur með vísan til forsendna hans.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja