Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 845/1990

Gjaldár 1989

Lög nr. 42/1978   Lög nr. 73/1980 — 36. gr.  

Aðstöðugjald — Aðstöðugjaldsstig — Fiskiðnaður — Lýsisvinnsla — Iðnaður — Atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands — Hagstofa Íslands, atvinnuvegaflokkun

Kærð er álagning aðstöðugjalds gjaldárið 1989 til X-hrepps. Er kröfugerð umboðsmanns kæranda svohljóðandi:

„Kærð er hækkun Skattstofu á aðstöðugjaldsstigi vegna lýsisframleiðslu (bræðslu) úr 0,65% í 1%.

Málavextir eru þeir að A hf. sem m.a. starfrækja lýsisframleiðslu í Y, fengu með bréfi frá Skattstofu, dags. 23. ágúst 1989, tilkynningu um endurákvörðun skatta þ.e. hækkun á aðstöðugjaldsstigi úr 0,65% í 1% með tilvísun til 4. mgr. 96. gr. laga nr. 75/1981 en án þess að tilgreina ástæðu breytingarinnar. Þessa breytingu Skattstofunnar kærði undirritaður með bréfi dags. þ. 30. ágúst 1989. Þeirri kæru hafnaði síðan Skattstofa með þeim rökum að lýsisframleiðsla félli undir það sem atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar kallaði iðnað, þ.e. flokk 313 og/eða 314. Ég er sammála þeirri flokkun en ekki því að umræddir flokkar teljist ekki til fiskiðnaðar. Í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands undir yfirflokk 20 „Matvælaiðnaður, annar en drykkjarvöruiðnaður“ koma m.a. eftirtaldir flokkar:

203 Hraðfrystihús, aðrar fiskverkunarstöðvar

204 Síldarsöltunarstöðvar

205 Niðursuða, niðurlagning og reyking sjávarvöru

Í athugasemd við nr. 203 - 205 segir m.a.:

„Allur fiskiðnaður (þar með vinnsla skelfisks) er hér nema mjöl- og lýsisvinnsla.“

Með þessum orðum tel ég ótvírætt að mjöl- og lýsisvinnsla falli undir fiskiðnað þó hún falli ekki undir yfirflokkinn matvælaiðnað heldur kemískan iðnað.“

Með bréfi, dags. 27. apríl 1990, krefst ríkisskattstjóri þess fyrir hönd gjaldkrefjenda, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Fallist er á kröfu kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja