Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 84/1991

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 63. gr. 3. mgr. — 64. gr. 1. mgr.  

Sambýlisfólk — Óvígð sambúð — Sköttun sambýlisfólks — Sambúðarslit — Kröfugerð kæranda — Rannsóknarregla — Kæruforsendur — Skattmeðferð, hagstæðasta — Hagstæðasta skattmeðferð — Leiðbeining ríkisskattanefndar — Frávísun — Frávísun kæru þar sem kröfugerð er andstæð hagsmunum kæranda

Kærendur óska sköttunar eftir þeim reglum, sem gilda um hjón, með því að sambúðarslit þeirra í millum hefðu ekki orðið fyrr en 2. janúar 1989 eins og gögn send skattstjóra bæru með sér.

Með bréfi, dags. 14. nóvember 1990, gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur í málinu f.h. gjaldkrefjenda:

„Kröfu kæranda þykir bera að taka til greina þar sem ósk um samsköttun hefur komið fram frá báðum aðilum sbr. 1. mgr. 64. gr. laga nr. 75/1981.“

Rétt þykir að skilja kröfugerð kærenda svo, að þau óski þeirrar skattmeðferðar gjaldárið 1989 sem kærendum er hagstæðust. Nái krafa þeirra fram að ganga, sæta þau óhagstæðari skattmeðferð en samkvæmt álagningu. Að þessu athuguðu er kærunni vísað frá.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja