Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 255/1991

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 1. gr. — 70. gr. 2. mgr. — 91. gr. — 100. gr. 5. mgr.  

Skattskylda — Skattskylda einstaklings — Ótakmörkuð skattskylda — Heimilisfesti — Lögheimili — Framtalsskylda — Heimilisfesti hluta úr ári — Dvalartími — Flutningur til landsins — Búferlaflutningur — Kröfugerð ríkisskattstjóra

Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1989. Er þess krafist, að þau verði felld niður, þar sem kærandi hafi verið búsettur í Bandaríkjunum sl. 25 ár og eigi ekki að greiða skatta hér á landi af tekjum sínum og eignum.

Með bréfi, dags. 20. nóvember 1990, gerir ríkisskattstjóri svofellda kröfu í máli þessu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„Kærandi flutti lögheimili sitt til Íslands frá Bandaríkjunum 1. nóvember 1988, sbr. upplýsingar úr þjóðskrá. Samkvæmt 91. gr. laga nr. 75/1981 bar kæranda að skila skattframtali sínu til skattstjóra vegna þeirra mánaða sem hann dvaldi hérlendis. Það gerði kærandi ekki og áætlaði skattstjóra kæranda tekjur. Við þá áætlun miðaði skattstjóri við heilsársdvöl kæranda hérlendis, sem ekki fær staðist, og ekki leiðrétti skattstjóri áætlun sína þrátt fyrir tilefni sem honum gafst er kærandi kærði álagninguna. Að þessu virtu svo og því að kærandi virðist ekki hafa haft neinar tekjur á Íslandi á árinu 1988 er fallist á kröfu kæranda.“

Engin efni voru til að gera kæranda að greiða hin kærðu gjöld. Eru þau því felld niður.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja