Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 525/1991

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 2. gr. 1. mgr. 4. tl. — 53. gr. — 73. gr. — 74. gr. 1. tl. — 77. gr.  

Lögaðili — Samlag — Eignarskattur — Eignarskattsverð — Eignarskattsstofn — Fasteign — Fasteignamatsverð — Bókfært verð — Fasteign, bókfært verð — Séreignasjóður — Frádráttarheimild — Eignir, frádráttur frá eignum — Frádráttarbærni við ákvörðun eignarskatts — Eign, skattskyld — Skattskyld eign — Verðbreytingarfærsla — Tekjufærsla vegna verðbreytingar

Kröfugerðin í kærunni til ríkisskattanefndar er svohljóðandi:

„Óskað er eftir því að eignarskattsstofn félagsins verði lækkaður í kr. 7.343.425, sem er mismunur fasteignamats (kr. 8.966.000) og bókfærðs verðs (kr. 1.622.575) fasteignar.

Séreignasjóður framleiðenda skattleggst hjá framleiðendum og ber því að draga hann frá eignum samlagsins með sama hætti og hlutafé og stofnsjóðir, sbr. 77. gr. laga um tekju- og eignarskatt.“

Með bréfi, dags. 24. október 1990, krefst ríkisskattstjóri þess fyrir hönd gjaldkrefjenda, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans.

Fallist er á að séreignasjóður framleiðenda skattleggist hjá framleiðendum. Eignarskattsstofn kæranda verður því fasteignamat fasteigna að frádregnu bókfærðu verði fasteigna eins og greinir í kröfu kæranda, en frá þeim stofni dregst ennfremur reiknuð tekjufærsla vegna verðlagsbreytinga 377.169 kr. Eignarskattsstofn verður því 6.966.256 kr.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja