Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 527/1991

Gjaldár 1990

Lög nr. 75/1981 — 100. gr. 5. mgr.   Lög nr. 127/1989  

Sérstakur eignarskattur — Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði — Fasteign — Notkun húsnæðis — Verslunar- og skrifstofuhúsnæði — Hjólbarðaverkstæði — Skattskylda — Útleiga — Útleiga atvinnuhúsnæðis — Fasteignamatsverð — Skrá til sérstaks eignarskatts — Kröfugerð ríkisskattstjóra — Verslun — Þjónusta

Kæruefnið er sú ákvörðun skattstjóra að leggja sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, sbr. lög nr. 127/1989, um skatt þennan, á kæranda vegna fasteignar hans. Byggði skattstjóri á fasteignamatsverði en engin skrá skv. 5. gr. laga nr. 127/1989 fylgdi framtalinu, sbr. kæruúrskurð skattstjóra, dags. 26. nóvember 1990.

Með kæru, dags. 6. desember 1990, hefur umboðsmaður kæranda skotið kæruúrskurði skattstjóra til ríkisskattanefndar og krefst þess, að álagning nefnds skatts á verslunar- og skrifstofuhúsnæði verði felld niður, enda sé umrædd fasteign leigð X hf., sem reki þar hjólbarðaverkstæði.

Með bréfi, dags. 29. apríl 1991, hefur ríkisskattstjóri fallist á kröfu kæranda með hliðsjón af framkomnum skýringum.

Að virtum skýringum kæranda og með vísan til kröfugerðar ríkisskattstjóra í málinu er fallist á kröfu kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja