Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 566/1991

Gjaldár 1990

Lög nr. 75/1981 — 99. gr. 1. mgr. 1. ml. — 100. gr. 5. mgr.   Lög nr. 127/1989 — 1. gr. — 2. gr. — 4. gr. — 7. gr.  

Kærufrestur — Kæra, síðbúin — Síðbúin kæra — Komudagur kæru — Kæra, komudagur — Frávísun — Frávísun vegna síðbúinnar kæru — Kröfugerð ríkisskattstjóra — Sérstakur eignarskattur — Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði — Verslunar- og skrifstofuhúsnæði — Notkun húsnæðis — Skólarekstur

Kærð er álagning sérstaks skatts á verslunar- og skrifstofuhúsnæði gjaldárið 1990. Er þess krafist að álagningin verði felld niður, þar sem skólahald fari fram í umræddu húsnæði kæranda. Með hinum kærða úrskurði hafði skattstjóri vísað kæru kæranda frá með því að hún hefði borist honum eftir lok kærufrests til hans, þar eð kærufresturinn hefði runnið út 29. ágúst 1990 en kæra, dags. 30. ágúst s.á., hefði verið móttekin 31. ágúst s.á.

Með bréfi, dags. 25. mars 1991, gerir ríkisskattstjóri svofelldar kröfur í máli þessu fyrir hönd gjaldkrefjenda:

„Að frávísunarúrskurður skattstjóra verði staðfestur með vísan til forsendna hans. Telji ríkisskattanefnd hins vegar að taka beri málið til efnislegrar meðferðar er fallist á kröfur kæranda með hliðsjón af framkomnum skýringum og gögnum.“

Eftir atvikum er kæran tekin til efnismeðferðar og er fallist á kröfu kæranda.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja