Úrskurður ríkisskattanefndar

Úrskurður rskn. nr. 668/1991

Gjaldár 1989

Lög nr. 75/1981 — 3. gr. 6. og 9. tl. — 7. gr. C-liður 1. tl. — 71. gr. 3. tl. 1. mgr. — 84. gr.  

Skattskylda — Skattskylda einstaklings — Takmörkuð skattskylda — Skattskyldar tekjur — Bústofn — Búfjárafurðir — Eignatekjur — Afurðatekjur — Lausafé

Kærð er álagning opinberra gjalda gjaldárið 1989. Er kæruefnið sú ákvörðun skattstjóra að gera kæranda, sem ber hér á landi takmarkaða skattskyldu, að greiða tekjuskatt og eignarskatt af búfjáreign sinni hér á landi í samræmi við innsent skattframtal árið 1989. Búfjáreign kæranda eru þrjár ær.

Með bréfi, dags. 14. mars 1991, krefst ríkisskattstjóri þess fyrir hönd gjaldkrefjenda, að úrskurður skattstjóra verði staðfestur.

Skattstjóri þykir ekki hafa sýnt fram á, að kæranda beri að greiða hin kærðu gjöld. Er krafa kæranda því tekin til greina.

Þessi síða notar vefkökur

Nánari upplýsingar

Samþykkja